Eyjamenn töpuðu fyrir Víkingi �?. í mikilvægum leik í kvöld en fyrir umferðina munaði þremur stigum á liðnum sem skipuðu 10. og 11. sæti Pepsi-deildar karla. Eina mark leiksins skoraði Guðmundur Steinn Hafsteinsson með fínum skalla á 73. mínútu leiksins. Ljóst er að Eyjamenn þurfa að girða sig í brók ef þeir ætla að komast hjá falli.