Mikið hefur verið rætt um þá kröfu foreldra að sveitarfélög borgi skólagögn fyrir grunnskólabörn. Hafa stöðugt fleiri sveitarfélög orðið við þessari kröfu og samkvæmt fréttum hafa um 30% þeirra ákveðið að greiða námsgögn fyrir grunnskólabörn. Reykjavík er ekki meðal þeirra.
Á fundi í fræðsluráði Vestmannaeyja í nóvember 2016 var rætt um bóka- og ritfangakostnað vegna yngstu barna í Grunnskóla Vestmannaeyja. �?ar kom fram að mikilvægt væri að halda kostnaði í lágmarki og bent á að hjá GRV eru námsgögn keypt inn fyrir alla nemendur í 1. til 6. bekk með þeim tilgangi að lágmarka kostnað foreldra og hefur verið mikil ánægja með það fyrirkomulag. Stefnt er að því að umrætt fyrirkomulag verði fyrir alla bekki GRV.
Sonja Andrésdóttir fulltrúi E-listans var á annarri skoðun og lét bóka að sá bóka- og ritfangakostnaður sem fallið hefur á foreldra barna á fyrsta ári í GRV verði þeim að kostnaðarlausu.
Meirihluti sjálfstæðismanna í ráðinu lýsti sig hlynntan óbreyttu fyrirkomulagi.
�?egar málið kom inn á borð bæjarstjórnar í desember 2016 vildu fulltrúar E-listans fá tillögu Sonju samþykkta en sjálfstæðismenn sögðu nei og felldu hana með fimm atkvæðum gegn tveimur.
Stefán Jónasson, oddviti Eyjalistans í bæjarstjórn segir að afstaða meirihlutans hafi komið á óvart. �??�?arna vorum við bara að tala um fyrsta bekk, á milli 50 og 60 börn. Kostnaður við hvert barn er á bilinu 6000 til 6500 krónur, þannig að í heildina erum við að tala um 300.000 til 500.000 krónur sem bærinn hefði þurft að borga fyrir börn á fyrsta skólaári,�?? segir Stefán.
�??Hugmyndin var aldrei að borga fyrir öll börn í grunnskóla heldur bara fyrir fyrsta bekkinn. En benda má á að sum sveitarfélög borga allan kostnað í grunnskóla en í öðrum er lögð fram ákveðin upphæð með hverju barni.�??
Stefán vonast til þess að meirihlutinn sjái ljósið og breyti afstöðu sinni. �??Vonandi verður þetta svipað og með frístundakortin, sem voru eitt af kosningamálum okkar, að sjálfstæðismenn komi sjálfir með tillögu um kaup á skólagögnum. �?á verður hún örugglega samþykkt.�??