Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson gerði sér lítið fyrir og sigraði í hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór um helgina. Hlynur kom í mark á tímanum 1:09:08 sem er þriðji besti tími tími sem Íslendingur hefur náð í hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu og jafnframt persónulegt met hjá honum. Glæsilegur árangur.