Vina Foster, systir Lil, flutti einnig erindi á ráðstefnunni og blaðamaður settist með henni niður eftir erindið. �?að fyrsta sem blaðamanni lék hugur á að vita var hvað hún þekkti til sögu sinnar héðan úr Eyjum.
�??�?að fyrsta sem ég veit er að Runólfur Runólfsson og Valgerður Níelsdóttir, langafi minn og langamma, skírðust til mormónatrúar 1881 og héldu eftir það til Spanish Fork með börn sín 4. �??Fyrst komu þau til Salt Lake en héldu þaðan til Spanish Fork. Annað sem mér kemur í hug er sögn um langafa minn, Runólf. Á mínu heimili var alltaf sagt að hann hefði verið hámenntaður, talað m.a. sjö tungumál og af þeim ástæðum var hann kallaður til Salt Lake til aðstoða við byggingu mustersins mikla því hann gat talað við alla.
Einn daginn var honum fengin ný eiginkona þó konan hans, Valgerður langamma, væri í Spansh Fork. Nýja konan var mun yngri en Valgerður sem var ekki mjög hrifin þega þau birtust á tröppunum hjá henni. Valgerður sagði Runólfi að hypja sig í burtu og taka nýju konuna með sér,�?? sagði Vina.Fljótlega fór Runólfur að sakna þeirrar gömlu og barnanna. �??Hann kom til baka og sagan segir að Valgerður hafi sett honum þau skilyrði að ef hann vildi fá að vera yrði hann að segja skilið við nýju konuna sem og mormónakirkjuna sem hann hlýddi. Runólfur langafi varð í framhaldinu prestur lútherskra í Spanish Ford og fluttist síðan til Íslands um tíma. Hann kom þó aldrei aftur til Vefstmannaeyja.�??
Vina sagði að þörfin fyrir að þjóna öðrum hefði haldist í fjölskyldunni og örugglega verið ættuð frá Runólfi langafa og hún hefði alltaf litið á þessa eiginleika sem hluta af því að vera af íslenskum ættum. �??Mitt fólk hefur alltaf hjálpað fólki sem á því þurfti að halda og var tilbúið að takast á við erfið verkefni. En við vildum líka skemmta okkur, dansa og syngja þegar færi gafst og heiðra forferðurna. Íslendingadagurinn skiptir okkur líka miklu máli, þegar við komum saman og eigum góðan dag með fjölskyldu og vinum og minnumst hvaðan við komum.�??