Bæjarráð fjallaði um fyrirhugaðar viðgerðir á Herjólfi seinnihluta september og afleysingaskip á fundi sínum í gær. Fram kom að ekki hafi enn fengist formlegt svar við því hvaða skip muni leysa Herjólf af meðan á viðgerðum stendur.
Í fundargerð segir að hinsvegar liggi fyrir tölvupóstur frá vegamálastjóra þar sem fram komi að vinna við að fá afleysingaskip sé vel á veg komin og vonir standi til að á næstu dögum verði hægt að gera grein fyrir hvernig siglingum verði háttað á meðan á slipptöku stendur.
Bæjarráð ítrekaði það sem áður hefur komið fram um að ekki komi á neinum tíma til greina að skip verði fengið til afleysingar fyrir Herjólf sem ekki hefur fullt haffæri til siglinga bæði í �?orlákshöfn og Landeyjahöfn. �?á leggst bæjarráð eindregið gegn öllum lausnum sem fela það í sér að skip verði tekið af öðrum byggðalögum hér við land til að nýta í Vestmannaeyjum. �?á telur bæjarráð einnig brýnt að öllum takmörkunum á flutningsgetu þeirra skipa sem þjónusta Vestmannaeyjar verði mætt með fleiri ferðum.
Herjólfur fer í slipp efir miðjan september og áætlað er að viðgerð taki 19 daga. Herjólfur var í slipp í vor og þá kom bilun fram sem nú á að laga.