Hefur verið stöðug aukning síðustu daga
Lundapysjufjörið er þegar hafið og hefur þó nokkrum pysjum verið bjargað í ágústmánuði. Fyrsta pysja sumarsins kom 13. ágúst en hún fannst við skýlið og vó einungs 134 gr. en meðalþyngd pysja árið áður var 270 gr. Fékk pysjan nafnið Sigurbjörg í tilefni bikarmeistaratitils ÍBV kvöldið áður. Rúmri viku seinna voru pysjurnar sem skiluðu sér í pysjueftirlit Sæheima orðnar sjö talsins og því óhætt að segja að tímabilið hafi farið rólega af stað.
Sl. fimmtudag kom smá kippur en þá var fjöldinn kominn í 15 stykki og pysjunum farið að fjölga nokkuð ört. Daginn eftir hafði heildarfjöldinn næstum tvöfaldast og útlit fyrir nokkuð fjöruga daga. Á laugardaginn komu inn 19 nýjar pysjur og svo tvöfalt fleiri á sunnudaginn og því um að ræða nokkuð góða aukningu milli daga. Ekkert lát var á fjölguninni á mánudaginn því 51 pysja skilaði sér í Sæheima þann daginn. Heildarfjöldinn því kominn í 138 stykki og þyngsta pysjan í kringum 320 gr. en það voru systkinin Embla Harðardóttir og Gauti Harðarson sem komu með hana. Síðustu fregnir frá Sæheimum fyrir hádegi í gær voru þær að fjórar pysjur höfðu bæst í hópinn um morguninn og því heildartalan 142. Er starfsfólk nokkuð ánægt með gang mála þar sem stöðug aukning hafi verið milli daga. Spennandi verður að fylgjast með framvindu mála og er vonandi að fjöldinn í ár verði meiri en í fyrra en þá komu 2639 pysjur í hús á tímabilinu 24. ágúst til 25. september.
Mikilvægir punktar
Á vefsíðu Sæheima er að finna nokkra punkta sem vert er að hafa í huga þegar lundapysjur eru meðhöndlaðar:
– �?að er mjög mikilvægt að sleppa þeim strax daginn eftir að þær finnast. Ef þeim er haldið lengur léttast þær hratt og verða slappar. �?ær verða stressaðar í þessu nýja umhverfi sem pappakassinn er og setja oft mikla orku í að reyna að sleppa úr prísundinn.
– Best er að hafa aðeins eina pysju í hverjum kassa.
-Mikilvægt er að meðhöndla pysjurnar ekki mikið því að við það geta þær misst olíuna úr fiðrinu sem er þeim svo mikilvæg til að halda vatni frá líkamanum. Pysjur sem eru mikið meðhöndlaðar og haldið lengi inni eiga ekki mikla möguleika á að lifa.
-Safnið verður opið frá kl. 10 til 17 alla daga út september. �?eir sem ekki ná að koma á þessum tíma geta líka viktað pysjurnar heima og sent okkur síðan upplýsingar um þyngd, dagsetningu og fundarstað með tölvupósti á [email protected].