�??Fyrst og fremst er ég stolt­ur af strák­un­um,�?? sagði Heim­ir Hall­gríms­son landsliðsþjálf­ari á blaðamanna­fundi eft­ir 2:0-sig­ur gegn �?kraínu í undan­keppni HM í knatt­spyrnu. Ísland er jafnt Króa­tíu í efsta sæti riðils­ins þegar tvær um­ferðir eru óleikn­ar.
�??�?að sýn­ir karakt­er­inn í strák­un­um hvað þeir koma sterk­ir í þenn­an leik. Við vor­um all­ir ósátt­ir við frammistöðuna gegn Finn­um,�?? sagði Heim­ir og bætti við að karakt­er, skipu­lag og vinnu­semi hefðu lagt grunn­inn að góðum sigri í kvöld.
Jón Daði æst­ur í að sanna sig
Spurður að því hvers vegna Jón Daði Böðvars­son hefði byrjað í kvöld sagði Heim­ir að hann hefði staðið sig vel á æf­ing­um og hefði verið æst­ur í að sanna sig. �??Við viss­um að hann myndi ógna bak við varn­ar­lín­una þeirra þannig að Gylfi fengi aðeins meira pláss en í Finn­landi. �?etta voru taktísk­ar ástæður og lík­am­leg­ar ástæður,�?? sagði Heim­ir.
Landsliðsþjálf­ar­inn sagði að tími Sverr­is Inga Inga­son­ar væri í raun löngu kom­inn með landsliðinu en Sverr­ir byrjaði í kvöld á kostnað Kára Árna­son­ar. �??Hans tími var kom­inn fyr­ir löngu síðan en Kári og Raggi [Ragn­ar Sig­urðsson] hafa spilað svo ofboðslega vel. Hann hef­ur sjálf­ur sagt að hann er framtíðarmiðvörður og hef­ur ekk­ert verið að stressa sig á þessu. Síðasti leik­ur sat í miðvörðunum okk­ar og við töld­um að þetta væri rétti tím­inn.�??
Vor­um meðvitaðir um þeirra styrk­leika
�?kraínska liðið byrjaði leik­inn af mikl­um krafti en Heim­ir sagði að lagt hefði verið upp með að byrja af krafti. �??�?að fer ekki allt eins og maður ætl­ar sér,�?? sagði Heim­ir og glotti.
�??Planið var að falla aðeins aft­ur og reyna að nýta svæðið aðeins bak við þá. �?eir byrjuðu bet­ur og það kom okk­ur ekki á óvart. Við vor­um meðvitaðir um þeirra styrk­leika og viss­um að þetta yrði ekki leik­ur margra færa eða marka,�?? sagði þjálf­ar­inn og bætti við að það hafi átt að passa upp á að þeir myndu ekki skora.
Heim­ir sagði að Emil Hall­freðsson fengi oft ekki það hrós sem hann ætti skilið en hann lék sér­stak­lega vel í seinni hálfleik í kvöld. �??Við vit­um að þeir eru með væng­menn sem leita inn á miðju. Við héld­um okk­ur við tvo sitj­andi miðju­menn og haf­andi séð þetta þá var það hár­rétt ákvörðun,�?? sagði Heim­ir en Aron Ein­ar Gunn­ars­son og Emil voru aft­ar­lega á miðjunni, með Gylfa Sig­urðsson þar fyr­ir fram­an.
Ræðst í loka­leikn­um
�??�?g hef sagt það frá fyrsta blaðamanna­fundi að riðil­inn mun ráðast í loka­leik,�?? sagði Heim­ir en Ísland, Króatía, �?kraína og Tyrk­land eiga öll mögu­leika á því að kom­ast á HM í Rússlandi þegar tvær um­ferðir eru óleikn­ar.
�??�?að sem mun ráða því hverj­ir kom­ast áfram og hverj­ir verða í öðru sæti eru smá­atriði. Smá­atriði í síðasta leik ræður því hver fer á HM úr þess­um riðli og hverj­ir verða í öðru sæti. �?að er mik­il­vægt að við séum með okk­ar smá­atriði á hreinu.�??
Heim­ir sagði aðspurður að hann hefði ekki rætt við Lars Lag­er­bäck eft­ir að hans menn í Nor­egi töpuðu 6:0 fyr­ir �?ýskalandi í undan­keppni HM. Hann var þá spurður að því hvort Lars hefði leitað meira til hans upp á síðkastið en öf­ugt. �??�?að hef­ur verið þannig frá upp­hafi,�?? sagði Heim­ir og horfði al­var­leg­ur fram í sal­inn. �?rfá­um sek­únd­um síðar skelli­hló hann og sagðist vera að grín­ast.
�??Ef við kæm­umst á loka­keppni HM myndi ég segja að það væri mesta af­rek í ís­lenskri knatt­spyrnu­sögu. �?að myndi ekki bara skipta máli fjár­hags­lega held­ur líka sál­fræðilega. �?að væri stórt og mikið af­rek fyr­ir knatt­spyrnu­sam­bandið,�?? sagði Heim­ir en næsti leik­ur Íslands í undan­keppn­inni er úti­leik­ur gegn Tyrklandi 6. októ­ber. Mbl.is greindi frá.