“Seinustu daga og vikur hefur Vestmanneyjabær átt í samskiptum við Vegagerðina vegna afleysinga fyrir Herjólf núna í haust þegar skipið fer í framhaldsviðgerð í kjölfarið á slipptöku núna í haust. Í þessum samskiptum höfum við ítrekað þá afstöðu Vestmannaeyjabæjar að mikilvægt sé að sú ferja sem ætlað verði að hlaupa í skarðið verði með haffæri til siglinga bæði í Landeyjahöfn og �?orlákshöfn. �?á höfum vði einnig ítrekað þann vilja okkar að ekki verði tekið annað skip af öðrum samfélögum enda þekkjum við Eyjamenn mikilvægi þess að sú þjónusta sem ferjur veita séu ekki skertar,” segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri, á heimasíðu sinni Í dag.
�?jónusta ekki skert umfram það sem óhjákvæmilegt er
Vegagerðin hefur haft sömu afstöðu og við og leitað allra leiða til að mæta þeim þörfum sem lýst hefur verið. Eftir nokkra leit að heppilegu skipi lítur nú loks út fyrir hægt verði að leigja skip frá norður Noregi til verksins. Vegagerðin hefur upplýst að stefnt sé að því að skipið komi inn í viku 38 og að þjónusta verði í sama formi og nú er og hún ekki skert umfram það sem óhjákvæmilega fylgir því þegar aðalskip verður fyrir bilun eða frátöfum að öðrum orsökum.
Nokkuð sambærilegt við Herjólf en heldur minna
Leiguskipið sem umræði heitir �??Röst�?? og er nokkuð sambærilegt við Herjólf, með tvær skrúfur, andveltibúnað (ugga), ef sigla þarf í �?orlákshöfn. Farþegageta er minni en í Herjólfi eða 235 manns og bílainntak 40 til 50. Vestmannaeyjabær hefur því í samræmi við samþykktir sínar óskað eftir því að sigldar verði fleiri ferðir en annars væri og er Vegagerðin að fara yfir þau mál. Skipið er einu ári eldra en Herjólfur og aðeins styttra (tæplega 4 metrum), heldur mjórra og djúprista töluvert minni, sem er jákvætt gagnvart Landeyjahöfn.
Góðar líkur en ekki öruggt
Sá galli er á gjöf Njarðar að þótt sannarlega séu góðar líkur á að umrætt skip fáist þá er enn ekki búið að undirrita samninga. �?að sem út af stendur tengist skráningu skipsins og flutningi þess á milli hafsvæða frá Noregi til Íslands.
Enn er þessu máli þannig ekki lokið né það frágengið en í ljósi mikivilvægis þess er rétt að bæjarbúar og fyrirtæki séu upplýst um stöðuna.