Fram er spáð deild­ar­meist­ara­titli í hand­knatt­leik kvenna og ÍBV sigri í úr­vals­deild karla í ár­legri spá, þjálf­ara, fyr­irliða og for­ráðamanna Olís-deild­ar kvenna og karla sem kynnt var á kynn­ing­ar­fundi fyr­ir Íslands­mótið sem hald­inn var í há­deg­inu en keppni hefst í úr­vals­deild­um karla og kvenna á sunnu­dag­inn. Mbl.is greinir frá.
Reiknað er með að keppn­in um deild­ar­meist­ara­titil­inn í Olís-deild kvenna standi á milli Fram og Stjörn­unn­ar og að auk þeirra fari ÍBV og Val­ur í fjög­urra liða úr­slita­keppn­ina. Nýliðum Fjöln­is er spáð falli næsta vor.
Niðurstaða spár um röðin í Olís-deild kvenna:
1. Fram
2. Stjarn­an
3. ÍBV
4. Val­ur
5. Hauk­ar
6. Grótta
7. Sel­foss
8. Fjöln­ir
Í Olís-deild karla er talið að ÍBV, Val­ur, FH og Aft­ur­eld­ing verði í fjór­um efstu sæt­un­um en auk þeirra farið Hauka, Stjarn­an, Sel­foss og ÍR í úr­slita­keppn­ina um Íslands­meist­ara­titil­inn. Vík­ingi og Gróttu er spáð falli í 1.deild en tvö lið falla.
Niðurstaða spár um röðin í Olís-deild karla:
1. ÍBV
2. Val­ur
3. FH
4. Aft­ur­eld­ing
5. Hauk­ar
6. Stjarn­an
7. Sel­foss
8. ÍR
9. Fram
10.Fjöln­ir
11.Grótta
12.Vík­ing­ur