Kvennalið ÍBV í handbolta lék sinn fyrsta leik í Olís-deildinni á tímabilinu þegar liðið mætti nýliðum Fjölni á útivelli í dag. Leiknum lyktaði með 11 marka sigri Eyjakvenna en lokatölur voru 28:17. Ester �?skarsdóttir og Karólína Bæhrenz voru markahæstar í liði ÍBV með sjö mörk hvor. Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði sömuleiðis 11 skot í markinu.