Á Fésbókarsíðu Sjómannafélagsins Jötuns er að finna tvær færslur sem birtar eru þar í nafni og á ábyrgð þess. �?ar er fjallað um verðmyndun uppsjávarfisks á þann hátt að ekki er hægt að láta ósvarað:
——
,,Sælir drengir hefur einhver velt því fyrir sér hvað það kostar bæjarfélagið þegar þessir stóru atvinnurekendur eru að halda niðri launum sjómanna með því að vera alltaf með lægsta verð fyrir þann afla sem landað er.�??
——
,,Sælir félagar í síðustu viku var farið í að bera saman verð á makríl og reyndist vera yfir 10% munur á milli kaupenda.Ekki var verið að fara eftir því sem samþykkt var í vor að upplýsingagjöf væri í því formi að auðvelt væri að lesa úr henni til að það væri sýnilegt hvert verðið væri. Alltaf er maður jafn hissa að í Vestmannaeyjum er bæði lægsta verð og næstlægsta.�??
Við sem stjórnum VSV fáum ítrekað að heyra að verð okkar sé með því lægsta á landinu, þrátt fyrir að staðreyndir sýni annað. Að gefnu tilefni er nú rétt að vitna í upplýsingar frá Fiskifréttum sem hafa í nokkur undanfarin ár ár tekið saman tölur um afla og aflaverðmæti skipa og birt í blaðinu. Upplýsingarnar fær blaðið frá fyrirtækjunum sjálfum.
Í meðfylgjandi töflu er niðurstöðuna að finna. �?ar kemur einfaldlega fram að á árinu 2016 var VSV með hæsta meðalverðið og Ísfélag Vestmannaeyja með næsthæsta. Árið 2015 var VSV með næsthæsta meðalverðið en Ísfélagið kom þar á eftir í þriðja sæti. Árið 2014 deildu VSV og Ísfélagið efsta sætinu á samanburðarlista Fiskifrétta.
�?á sitjum við eftir með áleitna spurningu: Hvaða tilgangi þjónar það að fara með hreint fleipur á Fésbókarsíðu Sjómannafélagsins Jötuns og í nafni þess? Helgar tilgangurinn meðalið, að skapa óeiningu og múgæsingu í röðum sjómanna?
F.h. VSV,
Sigurgeir B. Kristgeirsson