�?g vil byrja á því að þakka Andreu fyrir áskorunina og hlakka mjög til að fá heimboð í humarpizzu .
En þar sem ég er mikil súpukona ætla ég að deila með ykkur uppskrift af uppáhaldssúpunni minni.
Tælensk kjúklingasúpa
með núðlum
�?essi uppskrift er fyrir 4
�?� 1 lítri kjúklingasoð
�?� 3-4 hvítlauksrif, marin
�?� 1 rautt chillí, fræhreinsað
og smátt saxað
�?� ½ tsk. túrmerik
�?� ½ -1 tsk. chillíduft
�?� 400 g kjúklingakjöt, skorið
í litla bita
�?� 3 gulrætur, skornar í mjóa strimla
�?� 1 sellerístilkur, sneiddur fínt
�?� 1 lítil græn paprika, fræhreinsuð og skorin í strimla
�?� 3 msk. fiskisósa (frá t.d. Blue Dragon)
�?� 180 ml kókosmjólk
�?� 2 msk. límónusafi
�?� 150-200 g austurlenskar núðlur að eigin vali
�?� salt og pipar að smekk
�?� límónubátar, safi kreistur yfir súpuna.
Aðferð: Hitið kjúklingasoðið, ásamt hvítlauk og chillí og kryddið með túrmerik og chillídufti. Látið suðuna aðeins koma upp, lækkið undir og bætið kjúklingakjöti, gulrótum, selleríi og papriku saman við og eldið þar til kjúklingakjötið er eldað í gegn. Hrærið loks fiskisósu og kókosmjólk saman við. Smakkið súpuna til og kryddið með salti og pipar að smekk. Dreypið síðan límónusafa yfir. Sjóðið núðlur samkvæmt leiðbeiningum á pakka eða í um 3-4 mínútur. Sigtið þær frá vatninu og bætið saman við súpuna rétt áður en hún er borin fram.
Gott er að hafa Nan-brauð með súpunni sem bæði er hægt að útbúa sjálfur eða kaupa tilbúið út í búð. Hér er uppskrift að brauði
Nan-brauð
�?� 1,5 dl fingurheitt vatn
�?� 2 tsk sykur
�?� 2 tsk þurrger
�?� 4 dl hveiti
�?� 0,5 tsk salt
�?� 2 msk brætt smjör
�?� 2 msk hreint jógúrt
�?� Garam Masala (má sleppa)
�?� gróft salt, t.d. Maldon
(má sleppa)
Hrærið saman geri, vatni og sykri. Leggið viskastykki yfir skálina og látið standa í 10 mínútur.
Bætið hveiti, salti, smjöri og jógúrt saman við og hnoðið saman í deig. Leggið viskastykki yfir skálina og látið deigið hefast í 30 mínútur.
Skiptið deiginu í 4-6 hluta (eftir hversu stór þú vilt að brauðin verði) og sléttið út í aflöng brauð (það þarf ekkert kökukefli, hendurnar duga vel). Mér þykir gott að krydda brauðin með garam masala og grófu salti áður en ég steiki þau. Bræðið smjör á pönnu við miðlungshita og steikið brauðið í 3-4 mínútur áður en því er snúið við og steikt áfram í 2-3 mínútur.
�?g skora á Ástu Jónu Jónsdóttir sem næsta matgæðing, hún er rosaleg í eldhúsinu.