Eyjamenn sóttu sigur þegar liði mætti Aftureldingu í Mosfellsbæ í kvöld. Jafnt var í hálfleik en þegar leið á leikinn sigldu Eyjamenn fram úr þeim rauðklæddu og unnu að lokum með fjögurra marka mun, lokastaða 23:27.
Markahæstur í liði ÍBV var Sigurbergur Sveinsson en hann skoraði átta mörk.