Á laugardaginn mættust ÍBV og Stjarnan í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna á Laugardalsvelli þar sem Eyjakonur stóðu uppi sem sigurvegarar eftir mikla dramatík, lokastaða 3:2. ÍBV er því tvöfaldur bikarmeistari í ár þar sem karlaliðið hafði þegar hampað titlinum eftir viðureign gegn FH í ágúst.
ÍBV fékk sannkallaða draumabyrjun í leiknum þegar Cloé Lacasse nýtti sér mistök í vörn Stjörnunnar og skilaði boltanum í netið eftir einungis fimm mínútna leik. Lítið markvert gerðist næstu mínútur og skiptust liðin á að sækja án þess þó að skapa neina hættu. �?að dró hins vegar til tíðinda á 41. mínútu en þá jafnaði Agla María Albertsdóttir metin fyrir Stjörnuna eftir laglegan undirbúning Hörpu �?orsteinsdóttur. Stjörnukonur létu kné fylgja kviði og bættu við öðru marki einungis tveimur mínútum síðar en þar var Harpa komin í hlutverk markaskorara. Draumur ÍBV skyndilega orðinn að martröð.
Í seinni hálfleik virtust liðsmenn ÍBV aðeins hressast við eftir að hafa gefið óþarflega mikið eftir í seinni hluta fyrri hálfleiks. Allt virtist þó stefna í 2:1 sigur Stjörnunnar þegar Kristín Erna Sigurlásdóttir jafnaði metin á lokamínútu leiksins, skot af stuttu færi eftir undirbúning Clóe Lacasse. 2:2 var lokastaðan eftir venjulegan leiktíma og þurfti því að grípa til framlengingar.
�?reyta leikmanna var vel sýnileg eftir venjulegan leiktíma og því einungis tímaspursmál hvenær einhver myndi ná að nýta sér það. Sem betur fer var það Cloé Lacasse sem gerði það þegar hún tók stefnuna inn í vítateig Stjörnunnar á 112. mínútu leiksins með þeim afleiðingum að hún féll við eftir samskipti sín við varnarmann. Niðurstaðan var umdeild vítaspyrna. �?að kom í hlut Sigríðar Láru Garðarsdóttur að framkvæma vítið en það gerði hún af miklu öryggi og kom ÍBV aftur í forystu. Liðsmenn ÍBV vörðust vel og gáfu lítil færi á sér það sem eftir lifði leiks og voru fagnaðarlætin ósvikin þegar flautan gall eftir 120 mínútna leik.
Segja má að seigla leikmanna og óþreytandi stuðningur Eyjamanna, sem voru í miklum meirihluta í stúkunni, hafi skilað sér á endanum því þótt útlitið hafi ekki verið bjart á köflum þá gáfust Eyjakonur ekki upp og uppskáru eftir því. Stjörnukonur sitja hins vegar eftir með sárt ennið en þegar öllu er á botninn hvolft þá vann liðið sem vildi sigurinn meira. Með sigrinum er 13 ára bið eftir öðrum bikarmeistaratitli kvennaliðs ÍBV loks á enda en vonandi verður biðin eftir þeim þriðja ekki eins löng.