Í september og október munu Samtök atvinnulífsins efna til opinna funda víðs vegar um land en fyrsti fundurinn í röðinni fór einmitt fram í Akóges í Vestmannaeyjum í gær. Súpa og kaffi var í boði fyrir gesti sem voru vel á þriðja tug.
Til að rýna í stöðuna á vinnumarkaðnum voru mætt til Eyja þau Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, Halldór Benjamín �?orbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs. Blaðamaður náði tali af þeim Eyjólfi Árna og Ásdísi eftir fundinn og var ekki annað að heyra en að þau hefðu verið ánægð með fundinn og spennt fyrir komandi ferðalagi.
Komin til að hlusta
�??Við erum bara komin til að hlusta, það er grunntónninn. Við viljum fá ábendingar um hvað er að ganga vel og hvað ekki og hvort það séu einhverjir áhyggjupunktar framundan í íslensku atvinnulífi. �?að hefur gengið vel undanfarin sjö ár, það hefur verið mikið hagvaxtaskeið en við verðum að horfa fram á veginn til að viðhalda því og tapa ekki þeim ávinningi sem liggur á borðinu,�?? segir Eyjólfur Árni.
Lykilatriði til þess að viðhalda því sem áunnist hefur segir Eyjólfur Árni felast í stöðugleika. �??Við notum bara eitt orð yfir það og það er stöðugleiki. �?að er líka ljóst að við verðum að sýna ákveðna skynsemi í launaþróun, það er alveg ljóst. �?að er ekki innistæða fyrir miklum hækkunum, hvort sem það er í opinbera- eða einkageiranum.�??
Telur þú fólk eigi eftir að sýna því skilning að ekki sé innistæða fyrir miklum hækkunum? �??Já, ég held það. �?egar þetta snýst um það að við erum með mikinn kaupmátt sem má m.a. rekja til þess að krónan hefur styrkst á undanförnum árum. �?egar við segjum að við viljum viðhalda þeim kaupmætti með því að gera hitt og þetta, ekki tapa því sem hefur áunnist, þá ætla ég að trúa því að á okkur verði hlustað,�?? segir Eyjólfur Árni.
�?tflutningsgreinarnar eiga að knýja áfram hagvöxt
Aðspurð hvernig hljóðið hafi verið í fundargestum sagði Ásdís það hafa verið mjög gott. �??�?að var gott að fá þessar umræður, við erum annars vegar að fara yfir komandi kjarasamninga, þessa óvissu sem er framundan og bara stöðuna í hagkerfinu almennt. Mér fannst vel tekið á móti okkur hérna og gaman að sjá að það er áhugi fyrir því sem við höfum fram á að færa.�??
Á fundinum var einnig farið yfir mikilvægi útflutningsgreinanna og þeirra tækifæra sem í þeim felast. �??Undirliggjandi staða í efnahagslífinu hefur aldrei verið jafn sterk og við bendum á það að ef við ætlum að viðhalda núverandi stöðu og byggja upp hagvöxt til framtíðar, með útflutningsgreinar í fremstu röð eins og verið hefur í þessari uppsveiflu, þá þurfum við að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Að öðru jöfnu munum við því miður lenda í enn einni sveiflunni sem mun ýta undir ójafnvægi í hagkerfinu okkar og vaxandi erlendri skuldasöfnun sem að lokum leiðir til gengisfellingar krónunnar. Að okkar mati eru það útflutningsgreinarnar sem eiga að knýja áfram hagvöxt á komandi árum og við eigum að horfa til samkeppnisstöðu þeirra í komandi kjarasamningum,�?? segir Ásdís að lokum.