Kristín Jóhannsdóttir hjá Eldheimum skilur sátt við sumarið. Hún segir þó að lausa traffíkin hafi verið heldur minni en í fyrra. �??Við höfum fundið fyrir því að laustraffík er minni heldur en í fyrra en hópabókanir og önnur fyrirfram sala í gegnum innlendar og erlendar ferðaskrifstofur er svipuð og á síðasta ári. Við höfum reyndar ekki endanlegar tölur, en þegar á heildina er litið þá er búið að ganga vel.�??
Aðspurð um samkeppnina við safnið á Hvolsvelli segir Kristín ekki líta á Lava safnið sem samkeppni: �??�?g get ekki séð að Lava center hafi nokkur áhrif á rekstur Eldheima,�?? sagði Kristín.
Starfsemi safnsins stendur og fellur með samgöngunum
Haustinu fylgir öllum aðilum ferðaþjónustu óvissu og þar eru Eldheimar enginn undantekning �??það fylgir mikil óvissa haustinu og vetrinum. Við erum með mikið af bókunin langt fram í nóvember, en ef veðrið verður eins og í fyrra þá missum við allar þessar bókanir. Starfsemi safnsins rétt eins og önnur ferðaþjónusta í Eyjum stendur og fellur með samgöngunum, þegar Landeyjahöfn er lokuð er starfsemin sem gefur að skilja í lágmarki.�??
Aðspurð um ferðaþjónustuna í Vestmannaeyjum í heild sinni telur Kristín að hún sé á góðu róli,: �??Eldheimar eru það allavega, en sem áður segir, við erum mjög vel stödd með það sem við fáum ráðið við. Samgönguerfiðleikarnir á veturna setja Eldheimum og allri annarri ferðaþjóustu í Eyjum strik í reikninginn. �?g er bjartsýn á að nýja ferjan eigi eftir að breyta miklu til hins betra.�??