Meistarafélag byggingarmanna í Vestmannaeyjum var endurvakið á kraftmiklum fundi í Eyjum í gær þar sem tæplega tuttugu meistarar komu saman með starfsmönnum Samtaka iðnaðarins, þeim Árna Jóhannssyni, sviðsstjóra mannvirkjasviðs SI, og Friðriki Á. �?lafssyni, viðskiptastjóra byggingariðnaðar hjá SI. �?eir Árni og Friðrik segja að hástreymt hafi verið og blásið 20 metra á sekúndu af suðaustri á meðan á fundinum stóð en í fundarsalnum hafi líka leikið ferskir vindar þar sem mikill hugur var í mönnum. En þetta kom fram á heimasíðu si.is
Mikil uppbygging á sér stað í Vestmannaeyjum og því líf og fjör í byggingariðnaðinum. Meistarafélag byggingarmanna hefur verið í láginni um nokkurt skeið, en þar sem mikill viðsnúningur hefur verið í Eyjum undanfarin misseri fannst byggingamönnum full þörf á að blása lífi í félagið. Félagið starfar nú innan Meistaradeildar Samtaka iðnaðarins og nýtur nábýlis annarra meistarafélaga.
Menntamálin voru fundarmönnum hugleikinn og mikill áhugi er á að leiða þau mál þannig til lykta að ungir Vestmannaeyingar geti aflað sér iðnmenntunar á sem þægilegasta máta. Áhyggjur hafa verið af þeirri þróun að ófaglærðir séu að ganga í lögvernduð störf, eins og vill brenna við þegar eftirspurn og verkefnaframboð eykst.