Haukar tóku á móti ÍBV í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í dag en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.
Clara Sigurðardóttir kom ÍBV yfir á 20. mínútu en staðan var 1-1 í hálfleik. Sigríður Lára Garðarsdóttir kom ÍBV svo aftur yfir á 60. mínútu en Haukar náðu að jafnaði metin á lokamínútunum og niðurstaðan því 2-2 jafntefli. ÍBV er í fjórða sæti deildarinnar sem stendur.