Trausti Hjaltason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hafnareyrar, sem er dótturfyrirtæki Vinnslustöðvarinnar, eftir að hafa starfað í fimm ár hjá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja. Starfsemi Hafnareyrar er mjög víðfem og þar starfa milli 35 og 40 manns að meðaltali. Hafnareyri sér um allt viðhald og viðgerðir í húsnæði og á búnaði fyrir Vinnslustöðina, hefur allar landanir á skipum VSV á sinni könnu og sér um rekstur á frystigeymslum og ísstöðu auk fleiri verkefna. Miklar framkvæmdir eru hjá félaginu og sér ekki fyrir endann á þeim. Auk þess sinnir fyrirtækið viðhaldsþjónustu hjá fyrirtækjum ótengdum Vinnslustöðinni.
Trausti er með BA í stjórnmálafræði frá HÍ og meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. �??�?g útskrifaðist árið 2009 og var ráðinn sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV þar sem ég var í tvö tímabil. �?að var svakalega skemmtilegt og algjör rússíbani. �?ar lærði maður líka mikið,�?? segir Trausti um starfið hjá ÍBV.
�?á tóku við fimm ár í Lífeyrissjóðnum þar sem hann starfaði sem sérfræðingur undir stjórn Hauks Jónssonar og með þeim voru Konný Guðjónsdóttir og Rannveig Gísladóttir. �??Annars gekk maður í flest verk og vann náið með Hauki og stjórninni þegar kom að hlutum er varða ákvarðanir um helstu lífeyrismál. �?arna var maður í miklum samskiptum við fólk sem var að virkja rétt sinn í lífeyrissjóðnum eða skoða sín lífeyrismál.�??
Planið að þjónusta fleiri
Hjá Hafnareyri tók Trausti við af Arnari Richardssyni sem fór til Bergs-Hugins í sumar. �??�?g ákvað að slá til þegar ég sá þetta auglýst. �?g byrjaði hér um miðjan septembermánuð eftir að hafa unnið uppsagnarfrestinn hjá Lífeyrissjóðnum.
Hafnareyri er fyrst og fremst að þjónusta Vinnslustöðina, en stefnt er að því að bjóða fyrirtækjum ótengdum Vinnslustöðinni þá þjónustu og þekkingu sem starfsmenn í Hafnareyri búa yfir. �?au verkefni sem Hafnareyri hefur einkum og aðallega unnið við eru þjónusta við útgerðir, landanir og útskipun á afurðum, viðhaldi og endurnýjun búnaðar í fiskvinnslu og umsjón með Eyjaís sem framleiðir ís fyrir bátana. �?að verða tveir stórir klefar í nýju frystigeymslunni sem er risin inni á Eiði. �?ar verðum við með færanlegt rekkakerfi og tökum um leið í notkun nýtt tölvukerfi sem nær yfir allt birgðahald hjá okkur. Verður þetta ein fullkomnasta frystigeymsla í heimi eftir því sem ég kemst næst,�?? segir Trausti.
Hann sér fyrir sér að þjónusta önnur fyrirtæki. �??Við getum boðið upp á löndunarþjónustu fyrir skipin og geymslu fyrir frystiafurðir. Við erum líka með mjög góða iðnaðarmenn sem sjá um viðhald fyrir Vinnslustöðina og þeir gætu átt eftir að sinna fleiri verkefnum.�??
Miklar framkvæmdir
�?að er í mörg horn að líta hjá Trausta því miklar framkvæmdir hafa verið hjá félaginu síðustu misseri og mánuði og er ný flokkunarstöð og frystigeymsla meðal þeirra. �??�?ar er annar frystiklefinn að verða klár. �?á er að rísa ný mjölgeymsla og ný uppsjávarlína var tekin í notkun á árinu. �?etta er allt utan almenns viðhald hjá okkur á fasteignum og skipum.�??
Trausti sér fram á miklar breytingar í sjávarútvegi þó stór stökk hafi verið tekin á undaförnum árum. �??�?að eru mörg tækifæri í greininni. �?að kallar á fólk með öfluga iðnmenntun. Við erum að bregðast við þessu með stærra verkstæði á nýjum stað sem verður byggt á næstu misserum. Já, það er mikið í gangi í Vinnslustöðinni og á mörgum vígstöðvum. Hér er gaman að vera,�?? segir Trausti sem finnur fyrir miklum stuðningi hjá öðru starfsfólki og stjórnendum.
Hjá Hafnareyri starfa iðnaðarmenn, starfsmenn í löndunarþjónustu, akstri, frystigeymslu og í Eyjaís. En á vertíðum er eðlilega mest að gera og þá fjölgar starfsfólki. �??Í allt eru um 35 til 40 starfsmenn en geta orðið allt upp í 75 á mánuði þegar mestu lætin eru.�??
Trausti er ánægður með vistaskiptin. �??�?etta er mjög áhugavert starf og rosalega gaman að koma inn á svona stóran vinnustað. Vinnslustöðin er einn stærsti vinnustaðurinn í Vestmannaeyjum og hér er allt að gerast. �?að er mikill hugur í fólki og metnaður til að gera vel. �?g finn mikinn stuðning frá móðurfélaginu og hér er kunnáttufólk á öllum sviðum, sama hvort það er á verkstæðinu hjá okkur eða skrifstofunni. Já, hér er mikið af reynsluboltum sem eru félaginu mjög dýrmætir. �?annig að ég er spenntur að fara á fullt í þau verkefni sem framundan eru,�?? sagði Trausti að endingu.