Sagnheimar standa fyrir opnu málþingi um þróun veiða, veiðarfæra og rekstur netaverkstæða í Eyjum laugardaginn 7. okóber nk. kl. 13.00-15.00 á bryggjunni á 2. hæð Safnahússins.
Á þessu ári eru liðin 120 ár frá því áraskip frá Eyjum hófu veiðar með línu, en áður var handfærið eina veiðarfærið. Vélbátaöldin gekk í garð 1906 í Eyjum og nokkrum árum síðar komu þorskanetin til sögunnar og allt atvinnulíf í Eyjum tók miklum breytingum og íbúafjöldinn margfaldaðist á fáum árum.
Á þessa opna málþingi verður farið yfir söguna með aðstoð fjölmargra ljósmynda og tekin fyrir þróun veiðarfæra hjá Eyjabátum, síðan stiklað á stóru með rekstur veiðarfæragerða og netaverkstæða í Eyjum frá 1936. Koma þar ma. við sögu Netagerð Vestmannaeyja, Kaðlagerð �?órðar – Dodda – Stefánssonar, Veiðarfæragerð Vestmannaeyja, Netagerðin Ingólfur, Netagerð Reykdals, Net, Netagerð Njáls og Sigurðar Inga, Ísfell, Nethamar, Hampiðjan o.fl. Að lokum mun Guðmundur Gunnarsson í Hampiðjunni í Reykjavik fara yfir þróun botnvörpunnar í heila öld.
Helga Hallbergsdóttir, safnvörður í Sagnheimum hefur stjórnað undirbúningi málþingsins með aðstoð heimamanna, Arnari Sigurmundssyni, Haraldi �?orsteini Gunnarssyni, Birgi Guðjónssyni, Hallgrími Júlíussyni, Guðlaugi Jóhannssyni og Sigþóri Ingvarssyni.
Menningarsjóður Suðurlands (SASS) styrkir verkefnið, en vöxtur og viðgangur í sjávarútvegi hefur ráðið mestu um þróun byggðar, atvinnu- og menningarlífs frá upphafi byggðar í Eyjum.