Við vorum 44 úr Eyjum sem flugum til Færeyja föstudaginn 28. maí sl. �?að var Blítt og létt hópurinn ásamt mökum og svo voru nokkrir aðrir fylgifiskar sem fóru með. Ef ég man rétt var það árið 2003 sem bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og í Götu gerðu með sér samkomulag um vinabæjartengsl. �?eir sem börðust harðast fyrir því að bæjarfélögin yrðu að vinabæjum voru þeir Martin Juul frá Færeyjum og Gísli Magnússon íþróttakennari, héðan úr Eyjum. �?g man að ég hugsaði með mér: – Jæja, eru bæjarfulltrúarnir að finna sér ástæðu til að fara í skemmtiferðir til Færeyja með vissu millibili. Ekki datt mér þá í hug að í stað bæjarfulltrúa ætti það eftir að vera ég og óbreyttir íbúar þessa byggðarlags sem ættum eftir að fara í ferðir til vinabæjarins Götu í Færeyjum.
Rúmlega 90 manna hópur ásamt Blítt og létt, fór í ferð til Götu vorið 2012 og svo aftur núna. Færeyingarnir endurguldu heimsókn okkar um haustið 2012 og fóru á Lundaballið.
�?annig lýsir �?skar Pétur Friðriksson, ljósmyndari með meiru heimsókn Eyjafólks til Færeyja í vor. Hér er ferðasagan rakin í stuttu máli en Færeyingar endurguldu heimsóknina um síðustu helgi og mætti 70 manna hópur á Lundaballið. �?að þótti því rétt að rifja upp Færeyjaferðina frá í vor um leið og sagt er frá heimsókn frænda okkar í Færeyjum sem nú teljast með Vestmannaeyjaklasanum.
Mikil og náin kynni
Mikil og náin kynni hafa myndast hjá fólkinu í Götu og hér í Eyjum. �?að er frægt vinasambandið milli Gríms kokks og Martin Juul, reyndar er Martin orðinn vinur okkar allra og hann faðmar alla þegar við komum til Færeyja, yndislegur maður. Gestir gista í heimahúsum fólks í Götu og flestir fóru á sama stað og þeir voru á síðast. �?g veit um fólk sem ekki fór núna út og gestgjafarnir frá 2012 hringdu til Eyja og spurðu hvers vegna það hafi ekki komið til Götu núna.
Fyrsta kvöldið var farið til Leirvíkur þar sem spilað var og sungið í menningarhúsinu. Salurinn sem við vorum í fylltist fljótlega þar sem allir sungu eins og þeir gátu. Blítt og létt hafði á efnisskrá sinni nokkur lög frá Færeyjum og heimamenn sungu vel með eins og í öllum hinum.
Mest fer í skerpukjöt
Í blíðu veðri og sólskini var farin rútuferð á laugardeginum þar sem okkur var sýnt fjárhús, þar sem bóndinn útskýrði ræktunina og hvað kjötið væri notað í en það fer mest í skerpukjöt. Ferðalöngum var gefið að smakka skerpukjöt á staðnum og eitthvað til að skola því niður með. Síðar var ekið í prjóna- og fataverslun sem bóndinn átti þar sem hægt var að kaupa prjónavörur og prjónapeysur úr ull sem kom af fénu frá honum.
Eystri kommunan bauð öllum hópnum og gestgjöfum þeirra til matarveislu á skemmtistað í Fuglafirði. �?ar var boðið upp á fiskisúpu og grillað læri, ásamt því sem kaffi og terta var í eftirrétt ásamt koníaki, fyrir þá sem það vildu.
�?ar steig á svið Gísli Magnússon og afhenti styrki frá Kiwanis í Eyjum og dótturklúbbnum í Götu. �?etta voru styrkir til íþróttafólks í Götu, til íþróttafélaga og Björgunarfélagsins þar. Flott framtak hjá klúbbunum. Blítt og létt spiluðu og sungu fram á nótt.
Áfram Vojkingur
Á sunnudeginum mættu hörðustu fótbolta áhangendurnir úr Eyjum á fótboltaleik sem fram fór í Götu. �?ar voru heimamenn að spila á móti Skála, ekki er af því að spyrja að heimamenn Víkingur sigraði með fjórum mörkum gegn engu. Ekki veit ég hvort það er því að þakka að Eyjamenn kölluðu sem mest þeir máttu �??áfram Vojkingur�??, er þó helst á því að heimaliðið sé einfaldlegra svona gott lið.
Eftir leik fór Blítt og létt á elliheimilið þar sem sungið var fyrir vistmenn sem tóku vel undir með hljómsveitinni. Martin Juul bauð öllu Eyjafólkinu og gestgjöfum þeirra heim til sín í kvöldmat. Grímur kokkur sá um að grilla ofaní mannskapinn, læri af bestu gerð, einnig var boðið upp á rastarsúpu en gestirnir frá Íslandi voru misáhugasamir að smakka hana.
Sungið fyrir hópinn á flugvellinum
�?egar við vorum í heimsókn í Götu var Samkór Götu í kórferð til Bergen í Noregi, við hittum kórfélaga á flugvellinum í Vogum. Kórinn stillti sér upp og söng fyrir okkur þarna á flugvellinum, þar sem þau gátu ekki sungið fyrir okkur í Götu. �?etta segir allt um færeyinga, þeir eru einstaklega gestristnir og það er gott að heimsækja þá, betra fólki hef ég ekki kynnst um ævina. �?g hef komið nokkrum sinnum til Færeyja og kom þangað fyrst árið 1970, er ég fór með föður mínum í siglingu á Marsinum til Suðureyjar.
�?g vil þakka gestgjöfum okkar fyrir höfðinglegar móttökur síðustu helgina í maí. �?að var frábært að fá ykkur í heimsókn aftur um síðustu helgi.
Myndir og texti:
�?skar P. Friðriksson.