Aftur hér, inní húmdökkum salnum, byrjar lagið Kvöldin í bænum sem Albatross tók svo hressilega um helgina á flottasta ballið haustsins, Lundaballinu.
�?að biðu margir spenntir í liðinni viku eftir stórviðburðinum sem haldinn var á laugardaginn. En það skipar fastan sess í októberbyrjun hjá mörgum Eyjamönnum hið eina sanna Lundaball.
�?að var í höndum Suðureyinga að halda ballið í ár og má segja að tekist hafi vel til. Samankomnir voru rúmlega 400 matargestir, aðeins til þess eins að skemmta sér og öðrum. Dagskráin var til fyrirmyndar og veislustjórn var í höndum Páls Magnússonar sem fór leikandi létt með það verkefni. Einsi Kaldi sá um matinn og segja sögur að hann hafi verið uppá tíu.
Dagskráin var ekki af verri endanum. Karlakór Vestmannaeyja sem er korteri frá því að vera þekktur á heimsvísu söng fyrir gesti. Nokkur börn Suðureyinga sýndu tónlistarhæfileikana sína. Heimagerðu skemmtiatriðin sem skipa alltaf stóran sess á kvöldinu stóðu jafnframt fyrir sínu. �?li Týr tók þekkt popplög og breytti textunum á skemmtilegan hátt, með undirspili frá Jarli Sigurgeirssyni. Geiri og Grani létu sjá sig aftur eftir 22 ára fjarveru, en þeir Hallgrímur Tryggvason og �?orsteinn Sigursson brugðu sér í þau hlutverk. �?eir höfðu engu gleymt og voru með leiksigur kvöldsins.
Um 70 Færeyingar voru mættir á Lundaballið, Tórbjørn Jacobsen, borgarstjóri í Runavík fór fyrir hönd hópsins og hélt þakkarræðu sem sló í gegn, allavega var mikið fagnað og hlegið, hvort sem menn skildu hvert orð.
Að miðnætti var öllum gestum boðið uppá humarsúpu sem sló í gegn, gott að fara vel mettur inní nóttina.
Hljómsveitin Albatross tók síðan við og spilaði af sinni alkunnu snilld og var dansgólfið fullt þar til ljósin voru slökkt.
Næsta lundaball átti að fara í hendurnar á Ystakletti en þeir báðust undan því. Suðureyingar skildu það vel, enda erfitt að koma með ball á eftir þessum stórviðburði. Álseyingar verða því næstir og tók Grímur Gíslason við lundahausnum úr höndum Sveins Magnússonar.
Hér má sjá myndir frá kvöldinu.