�??Hér í Vest­manna­eyj­um þekkja marg­ir til þessa mál­verks og það skip­ar sér­stak­an sess í sögu­legri vit­und Eyja­manna,�?? seg­ir Kári Bjarna­son, for­stöðumaður Safna­húss Vest­manna­eyja. Vest­manna­eyja­bæ var á dög­un­um gefið hið sögu­fræga mál­verk Hefnd Helga­fells eft­ir Guðna Herm­an­sen (1928-1989) list­mál­ara í Eyj­um. Mbl.is sagði frá.
Sag­an af þessu verki er mörg­um kunn og þykir nán­ast for­boði þess sem síðar varð. �?annig var að árið 1971 of­bauð Guðna svo mjög mal­ar­taka úr Helga­felli að hann málaði mynd af því er fjallið greip til sinna ráða og kallaði mál­verkið Hefnd Helga­fells. Hann hafði þá ný­verið farið í sína fyrstu og að því er börn hans segja einu mót­mæla­göngu, sem var far­in að hlíðum Helga­fells. Voru skila­boðin sem í verk­inu fólust þau að sá kæmi dag­ur að Helga­fell myndi vakna af dvala árþúsund­anna og launa fyr­ir spjöll­in �?? sem það líka gerði. Eld­gos kom nán­ast öll­um að óvör­um.
Guðni Herm­an­sen seldi Jó­hönnu Her­manns­dótt­ur frá Vest­manna­eyj­um, sem bú­sett er í New Jers­ey í Banda­ríkj­un­um, mál­verkið árið 1972 og tók hún það með sér til síns heima í Banda­ríkj­un­um. Hún ákvað svo ný­lega að gefa mál­verkið til Vest­manna­eyja og fór Eyjamaður­inn Stefán Hauk­ur Jó­hann­es­son sendi­herra til henn­ar og sótti verkið, sem senn kem­ur til Íslands.
Verður í for­grunni
Mál­verkið verður síðan form­lega af­hent Vest­manna­eyja­bæ 23. janú­ar á næsta ári, en þá eru liðin rétt 45 ár frá upp­hafi Eyjagoss­ins. Verður þess minnst með ýmsu móti í Eyj­um, svo og þess að á sama ári eru liðin 90 frá fæðingu Guðna Herm­an­sen. Verður mál­verkið fræga í for­grunni sýn­inga á verk­um lista­manns­ins á af­mælis­ár­inu.
�??�?ótt verkið hafi nán­ast alla tíð verið vest­ur í Banda­ríkj­un­um er at­hygl­is­vert hvað það hef­ur ávallt verið mörg­um of­ar­lega í huga. �?etta er dýr­mætt verk sem auðvitað á hvergi bet­ur heima en hér í Eyj­um,�?? seg­ir Kári Bjarna­son. Gísli Páls­son mann­fræðing­ur á heiður­inn af því að fá verkið til baka. Hann er frá Bólstað í Vest­manna­eyj­um og í næstu viku kem­ur út bók eft­ir hann, Fjallið sem yppti öxl­um, þar sem eld­gosið í Eyj­um skip­ar stór­an sess. Gísli setti sig í sam­band við Jó­hönnu og í sam­töl­um þeirra kom fram að hún vildi gefa Vest­manna­ey­ing­um verkið, eins og nú hef­ur gengið eft­ir.
Mál­verkið grét
�??�?essi mynd er hluti af sögu Eyj­anna og átti alltaf að fara þangað. Mér finnst hins veg­ar vænt um mynd­ina og af eig­in­girni hef ég haldið í hana al­veg fram á þenn­an dag,�?? sagði Jó­hanna í sam­tali við Morg­un­blaðið. Hún minn­ist þess að árið 1973, fá­ein­um vik­um eft­ir að Eyjagosið hófst, hafi hrotið fram tár úr því; vatns­drop­ar á stærð við títu­prjóns­hausa, sem hún hafi þurrkað upp. Sú skýr­ing hafi verið nefnd við hana að þarna hafi inn­byrgður raki sprottið fram úr máln­ing­unni, en sjálf trú­ir hún því yf­ir­skil­vit­lega og að þarna hafi hefnd Helga­fells birst ljós­lif­andi.
Á myndinni eru, frá vinstri; Stefán Hauk­ur Jó­hann­es­son sendi­herra, Jó­hanna Her­manns­dóttt­ir og Ein­ar Gunn­ars­son, sendi­herra og fasta­full­trúi Íslands hjá Sam­einuðu þjóðunum, þegar þeir tóku við mál­verk­inu sem nú fer til Eyja.