Stéttarfélögin í Suðurkjördæmi skora á verðandi þingmenn að hafa að leiðarljósi kjör og velferð hins vinnandi manns á komandi kjörtímabili. Trúnaðarmenn og stjórnir verkalýðsfélaganna í Suðurkjördæmi hittust á Hótel Dyrhólaey dagana fjórða til sjötta október og fóru yfir stöðu kjaramála ásamt málefnum sem brenna á launafólki í kjördæminu og byggðunum við suðurströndina. Eftirfarandi ályktun var samþykkt:
Heilbrigðismál
Aðgangur að heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn eru sjálfsögð mannréttindi. Barnshafandi konur þurfa í mörgum tilfellum að vera í burtu frá fjölskyldu sinni til lengri tíma. �?essu fylgir óöryggi og fjárhagsleg óvissa sem ekki verður við unað. Geðheilbrigðisþjónustu er verulega ábótavant og það er forgangsverkefni að sálfræðiþjónusta verði inn í sjúkratryggingakerfinu. Landsbyggðarfólk fer um langan veg til þess að sækja sérfræðiþjónustu og læknisaðgerðir sem hefur í för með sér gríðarlegan kostnað.
Leiðréttum þennan aðstöðumun strax.
Samgöngumál
Greiðar og öruggar samgöngur eru lífæðar hvers samfélags og undirstaða atvinnulífs og búsetu víða um land. Stórbæta þarf samgöngumál í kjördæminu. Mikil aukning ferðamann kallar á viðbrögð í samgöngumálum og hefur suðurkjördæmi þar sérstöðu vegna þessarar miklu aukingar í fjölda ferðamanna. Samgöngur falla stundum niður svo sólarhringum skiptir í hluta kjördæmisins með tilheyrandi óþægindum, tekjutapi og hættum bæði fyrir einstaklinga og atvinnulíf. �?ar sem sífellt er verið að færa þjónustu á höfuðborgarsvæðið verður að tryggja sólarhringsþjónustu í samgöngum hvort sem er á láði eða legi á kjörum sem almenningur ræður við.
Húsnæðismál
Staðan á húsnæðismarkaði er algjörlega í molum. Unga fólkið í landinu getur ekki keypt húsnæði og neyðist til þess að búa við okurleiguverð óöryggi og vanlíðan því samhliða. Vextir á Íslandi hafa í gegnum tíðina verið okurvextir og fer mestur hluti launa fólks í húsnæði og jafnvel dugar ekki til. Forsendur verðtryggingar eru mjög umdeildar hjá almenningi og þarf að endurskoða og ná sátt um þau mál. Húsnæðiskostnaður ætti ekki að vera inn í vísitölunni eða hafa áhrif á hana. Margir hafa misst heimili sín og sér ekki fyrir endann á þrengingum þessa fólks. Að búa í mannsæmandi húsnæði hljóta að vera sjálfsögð mannréttindi. Húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða er kostur sem stjórnvöld og sveitarfélög verða að taka höndum saman um að vinna að og skapa hér lífvænlegt samfélag handa öllum.
Mennta- og atvinnumál
Á vinnumarkaðnum eru framundan einar mestu breytingar á atvinnuháttum sem við höfum séð í áratugi. Gervigreind, vélmenni og tækninýjungar munu leysa hluta hefðbundinna starfa af hólmi. �?essi þróun er þegar byrjuð. Víðast hvar í Evrópu er verið að breyta grunn- og iðnnámi, auka fullorðinsfræðslu og símenntun til að bregðast við þessu. Störf hverfa og önnur verða til sem krefjast mun meiri þekkingar á breiðari sviðum eins og tækniþekkingar og samskiptahæfni. Nú þegar þarf að hefjast handa að aðlaga skólakerfið að þessum breytingum, allt frá grunnnámi að fullorðinsfræðslu. Lykillinn að því er að efla nám þar sem fólkið býr víða um land. Iðnnám, tækninám og annað fjölbreytt nám þarf að vera til staðar til að aðlaga verkafólk að nýjum veruleika á vinnumarkaði.
Lífeyris- og skattamál
Lífeyrissjóðir voru stofnaðir að frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar fyrir um 50 árum síðan. Í dag eru lífeyrissjóðirnir helsta og stærsta stoð þeirra sem komnir eru á eftirlaun. Lífeyrissjóðirnir greiða milli 70-80 % af öllum ellilífeyrir sem greiddur er til landsmanna. Ríkið greiðir 20-30% á móti. Launafólk verður að standa vörð um sjóðina og því hlutverki sem þeir eiga að gegna. Sífelldar hækkanir í beina og óbeina skatta aldraðra, öryrkja og hjá öðrum lágtekju hópum verður ekki við unað lengur. �?að er skylda okkar að leiðrétta kjör þessara hópa þannig að lífvænlegt verði.
Báran, stéttarfélag Selfossi
Drífandi stéttarfélag Vestmannaeyjum
Verkalýðsfélag Grindavíkur
Verkalýðs og sjómannafélag Sandgerðis
Verkalýðsfélag Suðurlands.