Fyrir bæjarráði í gær lá erindi frá lífeyrissjóðnum Brú vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Breytingarnar fela fyrst og fremst í sér uppgjör milli sjóðsins og launagreiðenda um lífeyrisaukasjóð og varúðasjóð og mun uppgjörið sjálft taka mið af stöðu A deildar sjóðsins þann 31. maí 2017. Á fundinn mætti Sigurbergur Ármannsson fjármálastjóri bæjarins og stjórnarmaður lífeyrissjóðsins BR�?.
Í erindinu kemur fram að við vinnslu laganna var áætlað að lífeyrisaukasjóðurinn fyrir A deild Brúar nemi um 36,5 milljörðum og varúðarsjóðurinn um 2,6 milljörðum. �?ar með er skuld íslenskra sveitarfélaga við Brú 39,1 milljarður. Mat bæjarráðs er að líklegt megi telja að hlutur Vestmannaeyjabæjar af þessari skuld liggi nærri 450 til 500 milljónir.
Bæjarráð þakkaði upplýsingarnar og fól bæjarstjóra að skila minnisblaði þar sem lagðar eru til sviðsmyndir um hvernig hægt sé að mæta skuldbindingu upp á tilgreinda upphæð án þess að skerða þjónustu við bæjarbúa.