Erlingur Richardsson, skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja, hefur samþykkt þriggja ára samningstilboð hollenska handknattleikasambandsins um að taka við karlalandsliðinu þar í landi. Erlingur, sem áður þjálfaði Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni og tók við sem skólastjóri nú á nýju skólaári mun áfram starfa sem skólastjóri samhliða handboltanum. Sú ákvörðun var tekin í samráði við Vestmannaeyjabæ. Erlingur er ráðinn til eins árs í afleysingu fyrir Sigurlás á meðan sá síðarnefndi er í námsleyfi.
Haft var samband við Vestmannaeyjabæ, en spurningar vöknuðu hvernig skipulagið yrði í kringum tvö mikilvæg störf í sitthvoru landinu. Elliði Vignisson bæjarstjóri sagði að þeir hafi vel vitað að Erlingur væri eftirsóttur kostur sem íþróttaþjálfari þegar gengið var frá ráðningu við Erling. �??Núna fyrir skömmu kemur síðan upp sú staða að Erlingi er boðin staða sem landsliðsþjálfari hjá hollenska karlaliðinu. Hann leitaði álits hjá okkur og auðvitað fylltumst við stolti af því að Eyjamaður og starfsmaður okkar kæmi til álita í stöðu sem þessa. Við settumst því niður og lögðum þetta niður fyrir okkur. Staða landsliðsþjálfara er ekki full vinna heldur eingöngu lotuvinna og sem betur fer verður ekki mikil fjarvera hjá skólastjóranum okkar vegna þessa en ég held að það láti nærri að það sé ein vika núna fyrir áramót og tæplega tvær eftir áramót. �?essu mætum við með launalausu leyfi og Erlingur og aðstoðarskólastjórarnir hafa þegar lagt drög að því hvernig málið verður unnið og auðvitað er slíkt í fullri sátt og samstarfi þeirra á milli,�?? sagði Elliði.
Hluti af afreksstefnu okkar að reyna að hliðra til fyrir starfsmönnum
Við Eyjamenn erum ótrúlega rík að eiga svo mikið af öflugu íþróttafólki og þjálfurum. �??�?að er hluti af afreksstefnu okkar að reyna að hliðra til fyrir starfsmönnum okkar þegar kemur að verkefnum sem þessum enda styrkir það bæði viðkomandi starfsmenn og samfélag okkar í heild. Við sjáum það til að mynda hvað afrek Heimis með landsliðið hafur aukið hróður okkar Eyjamanna og í mínum huga er ekki vafi á að slíkt hið sama verður fyrir að fara hjá Erlingi,�?? sagði Elliði að lokum.