ÍBV fékk botnlið Gróttu í heimsókn í kvöld í lokaleik 4. umferðar Olís-deildar kvenna þar semokatölur voru 32:17 ÍBV í vil.
�?óra Guðný Arnarsdóttir, fyrrverandi leikmaður ÍBV, skoraði fyrsta mark leiksins en eftir það má segja að gestirnir hafi ekki séð til sólar. Eyjakonur tóku strax öll völd á vellinum og náðu fljótt forystunni leiknum. Ekki batnaði staðan fyrir Gróttu þegar landsliðskonan Lovísa Thompson þurfti að hætta leik eftir einungis sjö mínútur vegna meiðsla á ökkla. Án Lovísu virkuðu Gróttukonur óöruggar í sóknarleik sínum og ógnuðu marki ÍBV lítið. Hægt og bítandi jókst forysta ÍBV og var staðan 18:11 þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik.
Leikmenn ÍBV héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og völtuðu hreinlega yfir Gróttu sem átti engin svör. Á innan við tíu mínútum var munurinn orðinn tólf mörk og svo fór að leikurinn endaði með hvorki meira né minna en 15 marka mun, lokatölur 32:17 eins og fyrr segir.
Markahæstar í liði ÍBV voru Greta Kavaliauskaite og Ester �?skarsdóttir með sjö mörk hvor. Guðný Jenný Ásmundsdóttir var með 11 skot varin og Erla Rós Sigmarsdóttir sjö.