Launþegum í sjávarútvegi fækkaði um 6% á milli ágústmánaða 2016 og 2017. Á sama tímabili fjölgaði launþegum á Íslandi um 4% og mest í byggingarstarfsemi, eða um 14%. �?etta kemur fram í frétt á heimasíðu Hagstofu Íslands þar sem finna má nánari upplýsingar. �?ar segir að á 12 mánaða tímabili, frá september 2016 til ágúst 2017, hafi launagreiðendur greitt að meðaltali um 185.600 einstaklingum laun sem er aukning um 8.700 (4,9%) samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr.
Að launaþegum fækki í sjávarútvegi er í takt við þá staðreynd að reynst hefur erfitt fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum að manna skipin.