�?að var vel til fundið hjá Sagnheimum að standa fyrir opnu málþingi um þróun veiða, veiðarfæra og rekstur netaverkstæða í Eyjum frá upphafi síðustu aldar til dagsins í dag. �?ingið var haldið á bryggjunni í Sagnheimum sem skapaði því skemmtilega umgjörð með söguna allt um kring. Mæting var góð og allir fyrirlesarar brugðu upp bæði fróðlegri og athyglisverðri sýn á hvað veiðar og gerð veiðarfæra er samofin sögu Vestmannaeyja. Með mótorbátunum á fyrstu árum 20. aldarinnar hófst uppgangur Eyjanna sem enn sér ekki fyrir endann á.
Helga Hallbergsdóttir, forstöðukona Sagnheima á heiður skilinn fyrir framtakið sem hún vann með Arnari Sigurmundssyni, Haraldi �?orsteini Gunnarssyni, Birgi Guðjónssyni, Hallgrími Júlíussyni, Guðlaugi Jóhannssyni og Sigþóri Ingvarssyni. Menningarsjóður Suðurlands (SASS) styrkti verkefnið, en vöxtur og viðgangur í sjávarútvegi hefur ráðið mestu um þróun byggðar, atvinnu- og menningarlífs frá upphafi byggðar í Eyjum.
Vélbátar í 120 ár
Á þessu ári eru liðin 120 ár frá því áraskip frá Eyjum hófu veiðar með línu, en áður voru handfæri eina veiðarfærið. Vélbátaöldin gekk í garð 1906 í Eyjum og nokkrum árum síðar komu þorskanetin til sögunnar og allt atvinnulíf í Eyjum tók miklum breytingum og íbúafjöldinn margfaldaðist á fáum árum. Á málþinginu var farið yfir söguna með aðstoð fjölmargra ljósmynda og tekin fyrir þróun veiðarfæra hjá Eyjabátum og stiklað á stóru með rekstur veiðarfæragerða og netaverkstæða í Eyjum frá 1936.
Er sú saga umfangsmeiri og merkilegri en flesta grunar og fyrirtækin mörg. Má þar nefna Netagerð Vestmannaeyja sem framleiddi þorskanet í mörg ár og var stór vinnustaður. �?á voru nefnd til sögunnar Kaðlagerð �?órðar, Dodda, Stefánssonar sem framleiddi fastsetningartóg úr nælonnetum, Veiðarfæragerð Vestmannaeyja, Netagerðina Ingólf, Netagerð Reykdals, Net, Netagerð Njáls og Sigurðar Inga, Ísfell, Nethamar og Hampiðjan.
Fjölbreytt fyrirtæki
Haraldur �?orsteinn rakti sögu veiðafæra og fiskveiða í Eyjum frá lokum nítjándu aldar til dagsins í dag. Arnar sagði sögu Netagerðarinnar sem hóf framleiðslu á þorskanetum, fyrst úr hampi og síðar úr næloni. Arnar talaði einnig um Kaðlagerðina sem �?órður stofnaði eftir að hann missti sjónina. Guðlaugur Jóhannsson sagði sögu Netagerðar Reykdals þar sem aldrei var unnið á laugardögum af trúarástæðum. Hallgrímur Júlíusson fór yfir sögu Nets og Helga Hallbergs sagði frá Netagerð Ísfélagsins og Netagerð Ingólfs. Birgir Guðjónsson upplýsti viðstadda um Veiðarfæragerðina og merka sögu hennar.
Sigurður �?skarsson frá Hvassafelli sagði frá afskurðarvélinni sem notuð var til að skera af netum og fellingavélina sem felldi net á teina. Afskurðarvélina hannaði Sigurður en Leó Jónsson hannaði fellingavélina sem enn er í notkun. Að lokum flutti Guðmundur Gunnarsson í Hampiðjunni í Reykjavik erindi um þróun botnvörpunnar í meira en heila öld. �?ar hefur þróunin verið mikil frá hampi yfir í nælon og ofurtóg sem hefur sama styrkleika og vír. Sem dæmi um þróunina sagði Guðmundur að í fyrstu hefði eðlileg notkun verið 25 troll á togara á ári en næði varla tveimur í dag þrátt fyrir öflugri skip og stærri veiðarfæri.
Skiptu máli
�?að var fróðlegt að fá að kynnast sögu veiðarfæra og veiðafæragerðar í Vestmannaeyjum sem var með miklum blóma og skapaði mikla vinnu á síðustu öld. �?að vita það sennilega ekki margir að hér voru framleidd þorskanet. Netagerð Vestmannaeyja hf. starfaði á árunum 1936 til 1960 og framleiddi net, fyrst úr hampi og síðar úr næloni sem varð ofan á. �?ar unnu á milli 15 og 20 manns þegar best lét, mest konur.
Fyrirtæki eins og Netagerð Ingólfs, Net ehf. og Veiðarfæragerðin, svo nokkur fyrirtæki séu nefnd settu öll svip á bæjarlífið og skiptu miklu. Mikil vinna fór í að skera af netum og fella netin á teina. Til að létta fólki störfin fundu menn hér upp afskurðar- og fellingarvél sem reyndust vel.
Afhent á Sjúkrahúsinu
Hönnuður afskurðarvélarinnar, Sigurður �?skarsson, sagði skemmtilega sögu af því þegar hann afhenti Ingólfi T. fyrstu vélina. Hún skildi afhent þennan tiltekna dag klukkan þetta að kröfu Ingólfs. �?á vildi ekki betur til en að Ingólfur var á spítalnum en Sigurður lét það ekki stoppa sig. Fór með vélina upp á spítala og flutti hana milli hæða með lyftu og Ingólfur fékk vélina sína afhenta á tilsettum tíma.
Málin voru krufin á netaverkstæðunum og þar var fylgst með fiskiríi. Já, það var mikið spjallað og menn slógu upp veislum þar sem viðskiptavinum og velunnurum var boðið. Fræg var sviðaveislan í Net og ekki var hún síðri veislan í Veiðarfæragerðinni. Um hana sagði Birgir Guðjónsson: – Oft var glatt á hjalla í Veiðafæragerðinni og skapaðist sú hefð að halda þar svokallað ,,Desemberfest�??. �?á komu saman starfsmenn Veiðafæragerðarinnar og sjómenn af þeim bátum sem voru í viðskiptum hjá fyrirtækinu og áttu saman skemmtilega stund. Húsnæðið var þá skreytt á margvíslegan hátt, snæddur var kvöldverður og síðan sungið og spjallað fram eftir nóttu.
Línuveiðarnar stóra stökkið
�?að var ekki síður athyglisvert að heyra Harald �?orstein rekja þróun fiskveiða og um leið þróun byggðar í Vestmannaeyjum. Stóra stökkið var upphaf línuveiða og mótorbátanna rétt eftir aldamótin 1900.
Seinna komu þorskanetin, herpinótin sem enn er í fullu gildi á síldar- og loðnuveiðum. Trollið og dragnótin skiptu líka miklu máli og trollið hefur tekið miklum breytingum frá því fyrsta trollinu var dýpt í sjó. Flottrollið var fyrst reynt á þorskveiðum en er í dag undirstöðuveiðarfæri á veiðum á síld, makríl og kolmunna sem stóru uppsjávarskipin stunda.
Flest fyrirtækin sem nefnd voru til sögunnar á þinginu heyra nú sögunni til en í dag eru bæði Hampiðjan og Ísfell með öflugar starfsstöðvar í Vestmannaeyjum þar sem í boði er öll veiðarfæraþjónusta sem öflugur floti Eyjamanna þarf á að halda. Auk þess er Vinnslustöðin með eigin netagerð undir nafni Hafnareyrar.
Allar byggja þær á reynslu frábærra netagerðarmanna sem tóku út sinn þroska í greininni hjá forverum þessara þriggja netagerða.
�?etta var bæði fróðleg og skemmtileg stund í Sagnheimum og öllum sem að henni komu til mikils sóma. Netagerðarmenn er harðdugleg stétt sem á stóran þátt í að skapa þá velferð í Vestmannaeyjum sem við þekkjum í dag. Með þinghaldinu er þeim sá sómi sýndur sem þeir eiga skilinn. En eitthvað hefði þetta orðið fátæklegra ef ekki hefði notið ljósmynda Sigurgeirs Jónassonar í Skuld. �?ær voru þarna eins og svo oft áður, punkturinn yfir I-ið.
Að lokum er hér skemmtileg samantekt Haraldar af breytingum á flota Eyjamanna frá 1890 til dagsins í dag og hvernig íbúum fjölgaði með aukinni útgerð.
Árið 1890 voru íbúar í Eyjum 565 og lifðu flestir við mjög kröpp kjör. 1890 voru gerð út 13 stórskip flest áttróin.
Árið 1900 bjuggu 607 íbúar í Eyjum og voru gerð út 16 skip og fór þeim ört fjölgandi, þar til vélbátanir ruddu þeim úr vegi.
1910 bjuggu 1319 íbúar í Eyjum og voru gerðir út 46 vélbatar.
1920 bjuggu 2426 íbúar í Eyjum og voru gerðir út 68 vélbátar.
1930 bjuggu 3573 íbúar í Eyjum og voru gerðir út 95 vélbátar.
1940 voru 84 skip gerð út frá Eyjum meðalstærð 21,6 tonn.
1950 voru 71 skip gerð út frá Eyjum meðalstærð 59,6 tonn, en þá var byrjuð útgerð á síðutogurum frá Eyjum.
1960 var 91 skip gert út frá Eyjum meðalstærð 46,1 tonn, en þá var útgerð síðutogara hætt.
1970 voru 73 skip gerð út frá Eyjum meðalstærð 70,1 tonn.
1980 voru 63 skip gerð út frá Eyjum meðalstærð 127,8 tonn.
1990 voru 63 skip gerð út frá Eyjum meðalstærð 148,2 tonn og hafði ekki fjölgað síðan 1979.
Í dag 2017 eru gerð út 36 skip sem eru með aflaheimildir, 16 smábátar flestir á handfærum, eitt á dragnót, níu botnvörpu, sjö uppsjávarskip og þrjú netaskip.