�?að var skemmtileg nýbreytni að vera boðið á fund hjá Skátafélaginu Faxa sem haldinn var í Einarsstofu í síðustu viku. Tilefnið var 50 ára afmæli Faxa, félagsblaðs sem komið hefur út að minnsta kosti einu sinni á ári frá upphafi. Einnig verður félagið 80 ára á næsta ári. Mætin var góð þar sem saman voru komnir nýir og eldri skátar, fjölskyldur þeirra og gestir.
Faxi fagnaði því þann fimmta október að 50 ár voru síðan félagið hóf að gefa út sérstakt félagsblað undir heitinu Skátablaðið Faxi. Í öll þau ár hefur Marinó Sigursteinsson verið ábyrgðarmaður blaðsins, auk þess að vera ritstjóri þess hin fyrstu árin. �??Skátablaðið Faxi er mikilvæg samtímaheimild um skátastarfið hjá Skátafélaginu Faxa á hverjum tíma. Skátafélagið Faxi fagnar 80 ára afmæli á næsta ári, þann 22. febrúar og markar afmælisfagnaðurinn upphafið á afmælisárinu,�?? segir á Fésbókarsíðu félagsins um samkomuna.
�?að var Frosti Gíslason, félagsforingi Faxa sem stjórnaði samkomunni sem í raun var bara hefðbundinn félagsfundur þar sem nýir skátar voru teknir inn og eldri færðir upp um flokka.
Skemmtilegt var að hlusta á Kristinn R. �?lafsson lesa upp sögu úr skátastarfinu sem hann skrifaði í afmælisblað Faxa fyrir 20 árum. �?ar komu margir við sögu en efni sögunnar var mest um skátaferð inn á Eiði.
Páll Zóphóníasson, fyrrum félagsforingi sagði útgáfu Faxa merka heimild um félagið í hálfa öld og er blaðið um leið aldarspegill um gang mála í Vestmannaeyjum. Vigdís Rafnsdóttir, stóð fyrir fjöldasöng þar sem gömlu góðu skátalögin voru sungin. Á skjá voru svo myndir úr sögu félagsins og á veggjum flest tölublöð Faxa sem segja sögu prentlistar, frá sprittprentun til ofsettprentunar. Og í byrjun varð að taka viljann fyrir verkið þegar kom að umbroti.
Frosti vígði unga skáta inn í skátahreyfinguna og gaman að fylgjast með þegar krakkarnir fóru með skátaheitin. �?á voru birtar myndir úr skátastarfinu í gegnum tíðina sem ekki höfðu sést opinberlega áður. Einnig var kynnt söfnunarátak mynda úr skátastarfi Vestmannaeyja í 80 ár í samstarfi við Ljósmyndasafn Vestmannaeyja.
Margt er framundan hjá Faxa. Stórslysaæfing með Björgunarfélaginu verður um helgina. �?tilega með Mosverjum í nóvember, Desemberkvöldvaka, 80 ára afmæli 22. febrúar 2018, Skátamót 2018 og alheimsmót skáta 2019. Og eins og aðrir skátar verða félagar í Faxa, ávallt viðbúnir.
Skátaheit
Skátaheitið er loforð sem skátinn gefur sjálfum sér, eins konar persónuleg áskorun um að gera sitt besta. �?egar skátinn vinnur skátaheitið er hann að taka fyrsta meðvitaða skrefið á sjálfsnámsbrautinni til að verða sjálfstæður, virkur og ábyrgur samfélagsþegn. Hægt er að velja tvær útgáfur af skátaheitinu:
�?g lofa að gera það sem í mínu valdi stendur til þess að gera skyldu mína við (guð/samvisku) og (ættjörðina/samfélag) , að hjálpa öðrum og að halda skátalögin.