�??Nú þegar komið er fram yfir miðjan október er Landeyjahöfn enn opin, sem betur fer. Allir þekkja hversu mikilvægt það er fyrir okkur Eyjamenn og gesti okkar enda fylgja þessu ekki bara aukin tækifæri í ferðaþjónustu, viðskiptum með sjávarafurðir og fl. heldur er þetta stór hluti af almennum lífsgæðum íbúa. Samgöngur skipta okkur hreinlega öllu og því mikilvægt að bæjarbúar hafi á öllum tímum sem mestar og bestar upplýsingar hvað varðar samgöngur á sjó og reyna svo fljótlega að segja frá stöðunni hvað flug varðar,�?? segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í pistli í gær. �?ar segir hann frá útboði á dælubúnaði, stöðu á smíði á nýrri ferju og eindregnum vilja Vestmannaeyjabæjar til að taka við rekstri Herjólfs.
�?ar segir hann að dýpkun hafi gengið vel sem megi þakka öflugum tækjum en stóra verkefnið sé að þróa nýjar aðferðir til að tryggja dýpi í Landeyjahöfn eftir að nýja ferjan kemur. Segir Elliði að á næstu dögum verði boðin út lagning vega út á báða garðhausa þannig að hægt verði að koma þar fyrir hjólakrönum. Í útboðinu er einnig gert ráð fyrir kaupum á öflugum dælum og búnaði sem kranarnir geta stýrt úr landi. �??Með þessu er vonast til að hægt verði að tryggja dýpi milli garða en þekkt er að vandinn þar er mestur,�?? segir Elliði.
Af hverju þetta hafi ekki verið gert fyrr segir Elliði að svörin sem hann fái séu að einfaldlega er mjög erfitt að halda nægu dýpi fyrir Herjólf sem ristir meira en nýja ferjan sem líka á að geta siglt í Landeyjahöfn í meiri ölduhæð. �?að geri það að verkum að ölduhæð frekar en dýpi ráði því að Herjólfur þarf að sigla til �?orlákshafnar yfir vetrartímann.
Elliði segir fráleitar sögusagnir um að ekkert sé að gerast í smíði nýrrar ferju. Ekki væri einu sinni byrjað á henni og tilkynnt yrði eftir kosningar að hætt hefði verið við smíðina. �??�?g gerði mér satt að segja ekki grein fyrir að búið væri að tala annað eins rugl inn í bæjarbúa og hef þó séð frjálslega farið með sannleikann. �?að er því ánægjulegt að segja frá því að smíði hins nýja Herjólfs er svo til á áætlun og ætti hann að vera kominn til þjónustu fyrri hluta næsta sumars.�??
�?á ítrekaði Elliði einlægan vilja hjá Vestmannaeyjabæ að taka yfir rekstur Herjólfs. �??�?etta er gert annarsvegar til að koma í veg fyrir að sífellt sé verið að véla um þessi mikilvægu mál án okkar þátttöku og hins vegar til að tryggja að eingöngu hagsmunir samfélagsins ráði ferðinni í þessum mikilvæga rekstri.�??
Elliði vísar á bug tortryggnisröddum og segir að mikilvægt sé að hafa hugfast að allt tal um rekstrarlega áhættu sé ekki tímbært enda verður þess gætt að lágmarka slíkt. �??Allt tal um að þetta verði til mismununar milli bæjarbúa er fráleit,�?? segir Elliði og bendir á að bæjarfulltrúar og fjölskyldur þeirra njóti ekki forgangs þegar kemur að þjónustu bæjarins. �??�?að lýsir mikilli vanþekkingu á eðli starfa bæjarfulltrúa ef einhver heldur að í því sé fólgið aukið aðgengi að almennri þjónustu. �?eir sem hæst tala um slíkt eiga ef til vill stundum erfitt með að aðskilja eigin hagsmuni og hagsmuni samfélagsins í heild. Samgöngur skipta okkur öllu. Samfélagið í Eyjum á í raun allt undir samgöngum og mikilvægt að við tökumst á við þessi mál af hæfilegri blöndu af bjartsýni og raunsæi. Að gefast upp er ekki í boði,�?? eru lokaorð Elliða.