Vestmannaeyjabær vinnur nú að stækkun á Hraunbúðum. Nú þegar er risin ný álma sem sérstaklega er hugsuð til að mæta þörfum þeirra sem glíma við heilabilun svo sem Alzheimer. Vonandi verður hægt að taka hana til fullrar notkunar í desember. Elliði Vignisson greindi frá á facebook síðu sinni.
Lögð er áhersla á bjart og rólegt umhverfi og því meðal annars byggður sérstakur sólskáli og útisvæði fyrir heimilisfólk og gesti þeirra.
Á næstu dögum verður síðan fyrsta skóflustunga tekin af nýjum þjónustuíbúðum fyrir aldraða sem munu rísa þarna suðaustan við og tengja saman Eyjahraun 1 og Hraunbúðir.