�?g má til með að spyrja nokkurra spurningar vegna þessara ótímabæru kosninga. �?g vona heitt og innilega að stjórnmálamenn fari að læra að vinna saman á okkar góða landi, tala saman þangað til málin leysast.
�?g er Íslendingur sem bý í Vestmannaeyjum og mig vantar að vita um samgöngumál milli lands og Eyja.
Við erum með bilað skip sem siglir á milli sem er einnig vel komið til ára sinna. Skipin sem sigla þegar Herjólfur fer í slipp eru oftast á undanþágu og mega ekki sigla til �?orlákshafnar. Eigum við alltaf að fá undanþágu? Norðmenn tóku ekki þátt í undanþáguplágunni, – sem betur fer. Svona vitleysa kostar of mikið og engin ber ábyrgð. Er það í lagi að ódýrasta skipið endar á því að vera það dýrasta? Er ekki betra að gera kröfur og vanda sig?
Landeyjahöfn er oftar en ekki full af sandi þegar ölduhæð er í lagi og oftar en ekki er ölduhæð of há. Ástandið er óboðlegt og alltof margar ferðir detta út.
Við búum á Íslandi, oft er veður hér vont á norðurhjara, kannski tíu til tólf logndagar á ári. Samgöngur hljóta að þurfa taka mið af því.
Einu sinni var �??Herjólfsferð, örugg ferð�??. Árin 1982-1985 var ég í námi í Reykjavík og ferðaðist á milli. �?g missti aldrei úr námi né vinnu, hvenær sem ég var á ferðinni og þurfti ekki að óttast að geta ekki staðið mína plikt. Ferðirnar voru færri en alltaf var siglt.
Árið er 2017 og framfarir í samgöngum í okkar samfélagi eru litlar. �?etta er þjóðvegurinn okkar, við borgum það dýru verði að fara hér á milli, þetta þurfa engir aðrir Íslendingar að gera, eru Vestmannaeyingar ekki Íslendingar?
Er það boðlegt að það sé eins og lottóvinngur að komast milli lands og Eyja, – hvert siglir skipið, er sandur í höfninni, þú ert á biðlista.
Hvað er líka að frétta af Jóni Sigurðssyni, 500 karlinum, sem við þurfum að borga ef við skiptum um skoðun og breytum pöntun, er þetta löglegt?
�?g get nefnt ótal dæmi úr mínu nærumhverfi um þessa vitleysu, þurfa að fara mörgum dögum fyrr í fríið, eða á fundinn. �?etta er alltof dýrt og algjör tímaþjófur. Bættar samgöngur þýða örugg ferð og styttri ferðatíma.
Ráðaleysi, aðgerðaleysi, þögn, – biðin eftir nýja skipinu, – vonandi verður það gott og blessað, – sælla minninga um borðaklippingarnar í Landeyjahöfn, – átti að taka niður mannvirki í �?orlákshöfn. – Gleðin var öll ráðamannana.
En hvernig hefur gengið, nú sjö árum seinna?
Landeyjahöfn er frábær á góðviðrisdögum, þegar allt gengur vel. Mikið væri gott ef við værum sunnar á hnettinum þá gengi þetta sennilega ágætlega. Við búum á Íslandi þar sem veður er oftast slæmt, úfið haf og brælur. Var það ekki vitað?
Hefur enginn áhuga á að koma varanlegri lausn á þennan ,,þjóðveg�?� okkar sem við þurfum að borga hátt verð að fara um?
Um hvað snúast stjórnmál? Er það ekki fólkið í landinu og jafnræði?
Hver er ykkar sýn á okkar samgöngur?
�?g get nefnt ótal dæmi um flöskuhálsinn hér á milli. �?g hef til dæmis staðið á dekki í Indlandshafi að athuga með Herjólfsferð. Pöntunin dottin út. Allt fullt. Leystist þó að lokum. Vinkona mín í sömu sporum. Hennar pöntun einnig dottin út. Eftir mörg símtöl komst það í lag. Langt ferðalag heim sem gekk eins og stafur á bók nema síðasti leggurinn. Herjólfur sigldi ekki.
Í ágústmánuði á leið í skírn hjá barnabarni. Fjölskyldan komin frá Danmörku. Fjölskyldan frá Eyjum, fimm manns lögð af stað sæl og glöð, með smá bakkelsi í veisluna. Allir komnir um borð og troðfullt skip sem leggur frá bryggju. Hætt við ferð. Allir frá borði. Fer í röð til að fá far næsta dag. Er númer 78 á bið. Komumst á þriðja degi. Frekar leiðinlegt fyrir afa og ömmu að mæta tveimur dögum of seint í skírnina
�?tla ekki þreyta neinn með fleiri svona leiðinlegum sögum en því miður fer þeim bara fjölgandi.
Aníta Sif Vignisdóttir