Makrílveiðum er lokið þetta árið og er heildarafli skipa Vinnslustöðvarinnar og Ísfélagsins 34.000 tonn. Auk þess var uppsjávarskipið Huginn VE á makrílveiðum og er afli hans um 10.000 tonn. Langstærsti hluti aflans var frystur til manneldis. Undir lokin var veiðin í Smugunni og þá var um tveggja sólarhringa sigling til Eyja en það kom ekki að sök því öflug skip koma með aflann óskemmdan í land þar sem eru tæknivædd frystihús sem afkasta mun meiru en áður þekktist.
�??Við veiddum 14.000 tonn af makríl og aflinn skiptist til helminga á skipin okkar tvö, Ísleif VE og Kap,�?? segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar um nýliðna makrílvertíð.
�??Vertíðin gekk nokkuð vel, byrjuðum reyndar talsvert seinna en vanalega vegna framkvæmda í landi. Síðan var frekar róleg veiði í ágúst en september gekk mjög vel þrátt fyrir að langt hefði verið að sækja makrílinn.�??
Afköstin í nýja húsinu gerðu það líka að verkum að við gátum tekið stóra farma og unnið okkur í gegnum þá á skömmum tíma. Við erum mjög ánægðir með þær breytingar sem við gerðum á flokkunarstöðinni fyrir vertíðina og einnig hvernig nýju pökkunarlínurnar hafa verið að koma út.�??
Sindri sagði markaðssvæði makríls vera allur heimurinn. �??Í makrílsölu er allur heimurinn undir. Stærstu svæðin eru Afríka, Austur-Evrópa og Asía en við erum einnig að selja til Suður-Evrópu, Ameríku og fleiri svæða.
Nú erum við að byrja á síldinni og býst ég við að við verðum í síld eitthvað vel fram í nóvember,�?? sagði Sindri.
�??Makrílveiðum er lokið og var afli okkar skipa um 20.000 tonn og þar af afli í grænlensku lögsögunni um 1500 tonn,�?? segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins.
�?rjú skip voru á makríl og var afli þeirra svipaður, Sigurður var með 6557 tonn, Heimaey 7425 tonn og Álsey 6025 tonn. �??Aflinn fór að langmestu leyti í frystingu til manneldis, eða rúm 90%. Aðeins 10% aflans var fráflokkaður til bræðslu. Makríllinn hefur farið víða, og þá helst til Austur-Evrópu, Asíu og Afríku. En Rússland er lokað sem fyrr fyrir okkar sjávarafurðir.
Nú stunda uppsjávarskipin síldveiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum og höfum við veitt um 12.000 tonn af 19.600 tonna kvóta,�?? sagði Eyþór að lokum.
Huginn VE hefur veitt eigin kvóta og fyrir Eskju á Eskifirði. Er hann eins og önnur uppsjávarskip byrjaður veiðar úr norsk-íslensku síldinni. Aflinn er unninn um borð og er hann í sínum öðrum túr að sögn Páls Guðmundssonar, útgerðarstjóra.