Sigurður �?li Steingrímsson, skipstjóri á togskipinu Dala Rafni VE varð fyrir svörum þegar hringt var í þá fyrir hádegi í gær. �?eir voru þá á landleið með fullt skip og áttu að landa í Ísfélaginu í morgun.
�??Við erum núna út af Stafnesinu í blíðu veðri. Aflann fengum við á Tangarflaki og Gerpisflaki, út af Seyðisfirði og Norðfirði,�?? sagði Sigurður �?li. �??�?etta er til helminga þorskur og ýsa, mjög góður fiskur. Veðrið í túrnum var gott nema það var stormur í einn sólarhring.�??
Hann segir að veiðar hafi gengið vel í sumar og haust. �??�?etta hefur verið allt í lagi. Gott fiskirí og gengið vel að fylla. �?etta hafa verið þrír til fimm sólarhringa túrar, úr höfn og í höfn en þessi er óvenjulangur, enda fóru tveir sólarhringar í siglingar.�??
Tólf manns eru í áhöfn Dala Rafns og fá þeir sólarhrings frí áður en lagt verður af stað í næsta túr. �??�?etta er í góðum gír hjá okkur, góð veiði og góður matur og á meðan svo er er þetta í fínu lagi,�?? sagði Sigurður �?li að endingu.