Tanja Rut Jónsdóttir var tíu ára þegar móðir hennar, Dóra Björk Gústafsdóttir, greindist með krabbamein í ristlinum. Núna í september voru tvö ár síðan Dóra Björk lést. Tanja segist vera komin á góðan stað í dag og fékk að hennar sögn ómetanlega hjálp við að komast þangað.
�?g upplifði mömmu aldrei sem neinn sjúkling
Dóra Björk greindist fyrst með krabbamein árið 2006 og barðist hetjulega fram á síðasta dag. �??Hún var með krabbameinið í níu ár, þannig ég var í kringum tíu ára þegar hún greinist og ég vissi þá í rauninni ekkert hvað þetta var,�?? sagði Tanja.
Á þessum tíma bjó fjölskyldan í Grindavík en flutti fljótlega til Vestmannaeyja. Tanja sagði að hún hefði fyrst orðið vör við þetta þegar þau fluttu til Vestmannaeyja. �??�?á var mamma allaf að fara uppá land í lyfjagjöf, þetta voru dagsferðir, hún fór á morgnanna og kom heim seinnipartinn. �?g fékk stundum að fara með og fékk því aðeins að kynnast ferlinu og sjá hvernig þetta væri.�??
�?ó krabbameinið hafi verið partur af þeirra lífi í öll þessi ár fannst Tönju það ekki stjórna þeirra lífi. �??�?g upplifði mömmu aldrei sem neinn sjúkling, hún var kannski slöpp eftir dagsferðirnar í lyfjagjöf en daginn eftir fannst mér aldrei sjá á henni. �?g reyndar var svo bara í skólanum og á æfingum en ég upplifði hana aldrei neitt rosalega veika í gegnum árin.�??
�?etta var alltaf bakvið eyrað
Dóra Björk lést í september 2015 og sagði Tanja að vorið áður hafi hún fyrst tekið eftir hversu veik mamma hennar var orðin. �??�?g var á leiðinni á æfingu einn dag í apríl þegar mamma segir mér að hún hafi fengið þær fréttir að það væri lítið hægt að gera fyrir hana og lyfin væru hætt að virka. �?að kom mér algjörlega í opna skjöldu og ég fékk áfall, ég hélt samt áfram eins og þetta væri ekki að gerast og var í rauninni bara í afneitun. �??Tanja sagði að hún hefði aldrei hugsað um hvernig þetta mundi enda og lifði á því að þetta mundi bara reddast eins og öll hin árin �??en þetta var alltaf á bakvið eyrað,�?? sagði Tanja.
Stuttu eftir að þetta kom upp var Guðmundur prestur kominn inní þetta og fjölskyldan hélt fund með honum. �??Framundan voru erfiðir tímar og mamma oft á miklu morfíni. Yngri systkinin mín vissu ekkert hvað það var og það þurfti að útskýra allt fyrir þeim og okkur hvað framundan var.�??
�?að voru samt allir í mjög miklu áfalli þegar fréttirnar komu. �??Myndatakan sem mamma fór í fyrir þetta leit ágætlega út þegar svo kemur í ljós í þeirri næstu að ekkert er hægt að gera. �?að var mikið áfall fyrir alla.�??
�?egar Tanja lítur til baka finnst henni mjög vel staðið að öllu. �??Við eigum stóra og góða fjölskyldu og vini, það voru allir að fylgjast með okkur og hjálpast að, starfsfólkið á spítalanum var ómetanlegt og hjálpaði okkur einnig mikið í gegnum þessa erfiðu tíma.�?? Tanja leitaði mikið til séra Guðmundar og segir hann gríðalega mikilvægan part af öllu ferlinu. �??Hann hjálpaði okkur einna mest og ég hreinlega veit ekki hvar ég væri í dag hefði ég ekki fengið hans hjálp.�??
Sæti ekki hérna hefði ég ekki unnið svona mikið í mér
Fyrstu mánuðirnir eftir að mamma Tönju lést reyndust henni mjög erfiðir eins og gefur að skilja. �??Mér gekk mjög illa og þetta var mjög erfitt. En ég held að ég hafi spilað úr þessu eins vel og ég gat. �?g nýtti mér alla þá hjálp sem í boði var.�?? Tanja ákvað fljótlega að hætta í vinnunni og taka sér frí frá skólanum frá þessum örlagaríka septembermánuði og til jóla. �??Margir héldu að ég væri að gera mistök og fólkið í kringum mig hélt að ég væri að fara að loka mig af. En það var aldrei planið og gerðist ekki. �?g hafði litla löngun til að fara út að skemmta mér og lét allt áfengi vera á þessum tíma þar sem ég vissi að slíkt gæti aðeins gert illt verra á svona tímum og vann í sjálfri mér eins vel og ég gat.�?? Tanja sér alls ekki eftir þessu í dag og segist vera komin á góðan stað. �??Mér líður mjög vel og ég held að ég sæti ekki hérna að tala við þig hefði ég ekki unnið svona mikið í sjálfri mér,�?? sagði Tanja.
Hættið að hafa áhyggjur og lifið lífinu
�??Hættið að hafa áhyggjur og lífið lífinu,�?? voru skilaboð Dóru Bjarkar til barnanna sinna. �??Síðustu vikurnar sátum við kannski hjá henni oftar en ekki grátandi og þá var hún að stappa stálinu í okkur,�?? sagði Tanja að lokum.