Október er eins og flestir vita helgaður baráttunni við krabbamein sem alltof margir fá að kynnast. Krabbamein er einmitt það sem leiddi viðmælendur mína saman í upphafi. Leið mín lá heim til Sigurbjargar Kristínar �?skarsdóttur eða Siggu Stínu eins og hún er alltaf kölluð. Við mér tók hún á sínu fallega heimili ásamt vinkonu sinni Marinelu Patru, vinskapurinn er þó nýr og óvenjulegur.
Marinela er fædd og uppalin í Rúmeníu en fluttist til Íslands fyrir þremur árum. Mariela á glæstan handboltaferil að baki og spilaði fyrir landslið Króatíu í þrettán ár. Hún er gift og á eina dóttur sem er sex ára, fjölskyldan er hamingusöm á Íslandi og keyptu þau hjónin sér íbúð hér fyrr á þessu ári því hérna vilja þau eiga heima. Marinela sem talar ensku mjög vel, segir að íslenskan komi hægt þó hana langi mjög mikið til þess að læra málið.
Marinela og hennar eiginmaður vinna í Godthaab í Nöf og eru ánægð þar. Marinela er í veikindaleyfi því í sumar greindist hún með brjóstakrabbamein.
Í fyrstu leit út fyrir að Marinela þyrfti að fara í brjóstnám til þess að taka æxlið og mögulega sleppa öllum eftirmeðferðum. �?að reyndist svo ekki þegar sýni voru tekin úr æxlinu. �?á greindist próteinið HER-2 jákvætt en sú tegund brjóstakrabbameins hefur tilhneigingu til að vera illvígara en aðrar tegundir brjóstakrabbameins.
Mamma var með krabbamein í tíu ár
Aðspurð sagði Marinella ekki hafa farið strax þegar hún fann fyrir einhverju í brjóstinu. �??�?g man ekki alveg hvenær ég varð vör við þetta fyrst, nema að það var seint á síðasta ári og ég hugsaði með mér að þetta væri ekkert og lét hræðsluna stjórna því.�??
Hræðsla Marinelu var vegna móður hennar. �??Mamma mín dó úr brjóstakrabbameini árið 1995 og þá hafði hún verið með krabbamein í tíu ár. Hún fór reyndar ekki í aðgerð og fór aðeins tvisvar í lyfjagjöf og hætti svo. �?g veit ekki af hverju hún tók þá ákvörðun, ég var of ung til að skilja þetta.�??
Af hverju núna, af hverju ég?
Marinela ætlaði ekki að vilja fara og láta athuga hvað þetta gæti verið í brjóstinu. �??Maðurinn minn krafðist þess að ég færi og fór með mig til læknis. Hann hefur miklar áhyggjur af mér og berst með mér í veikindum mínum. Hjálpar mér mjög mikið og styður mig.�??
Aðspurð um fyrstu viðbrögð við greiningunni sagði Marinela að það væri erfitt að koma því í orð. �??�?g var svo reið og sár og er enn að vinna úr reiðinni. Suma daga er ég svo sorgmædd yfir þessu og velti fyrir mér spurningum eins og af hverju núna, af hverju ég? �?á verð ég svo reið, en það koma góðir tímar inná milli.�??
Mætir einu sinni í viku í lyfjagjöf
Marinela fór í brjóstnám fljótlega eftir greingu sem gekk vel og náðu þeir öllu. Af því að í æxlinu greindist próteinið HER-2 jákvætt er hún núna í langri lyfjameðferð. �??�?g þarf að mæta einu sinni í viku í tólf vikur í lyfjagjöf, núna er ég er búin með sex. Eftir það mun ég fara á þriggja vikna fresti í lyfjagjöf í ákveðin tíma.�??
Ekki var að sjá á Marinelu að hún væri veik. Hárið hennar var ekki dottið af eins og gerist hjá mörgum og leit hún mjög vel út. Aðspurð sagðist hún samt vera aðeins verkjuð. �??�?g er verkjuð, sérstaklega í öxlunum og hendinni. �?g er líka mjög þreytt þótt ég sé ekki að gera neitt, en ég höndla þetta alveg.�??
�?g upplifi mig ekki að heiman, ég er heima
Foreldrar Marinelu eru látnir. Systir hennar býr á Ítalíu og bróðir hennar í Austurríki. Marinela hefur ekki komið sér til að segja þeim frá veikindunum. �??�?etta var svo erfitt fyrir okkur þegar mamma dó úr krabbameini að ég kem mér ekki í að segja þeim þetta. Ekki strax en einn daginn geri ég það,�?? sagði Marinela.
Marinelu finnst ekki erfitt að vera ekki í heimalandinu í veikindunum og þar með hafa lítið bakland. �??�?g finn ekkert fyrir því, hér á ég mína fjölskyldu og vini. �?g fæ ómetanlegan stuðing frá öllum, vinnunni og vinum. �?g upplifi mig ekki að heiman, ég er heima.�??
�?akklát fyrir að vera veik á Íslandi
Marinela er mjög ánægð og þakklát fyrir þá læknisþjónustu sem hún hefur fengið. �??�?g tel mig vera heppna. Í mínu landi þarf að borga fyrir alla læknisþjónustu en hérna þarf ég ekki að borga og það eru forréttindi.�??
Marinela á þann draum að ferðast meira og stefnir á það að þessu verkefni loknu. �??�?g elska að ferðast og mig langar að gera meira af því.�??
Marinela talaði mikið um að berjast við þetta verkefni og sagði að lokum að hennar hugsun núna væri að enginn veit hvað gerist á morgun. �?g er lifandi núna og þarf að berjast, ég veit það!�??
Margra mánaða bið eftir beiðni frá lækni
Sigga Stína greindist með brjóstakrabbamein árið 2014. Hún fann fyrir hnút í brjóstinu sem hún fór og lét athuga en var sagt að um stíflaðan fitukirtil væri ræða. Nema, að hnúturinn stækkaði og Sigga Stína reyndi að panta tíma hjá Leitarstöðinni sem hún fékk ekki vegna þess að á árinu undan hafði hún farið í skoðun og ef hún ætlaði að koma aftur þurfti beiðni frá lækni.
Hún pantaði tíma hjá lækni sem hún fékk nokkru seinna og krafðist þess að fá beiðni til þess að komast á Leitarstöðinni sem hún fékk.
�?arna voru nokkrir mánuðir liðnir síðan hún fann fyrst fyrir hnútnum í brjóstinu. �??�?g var varla búin að sýna þeim hnútinn þegar allir vissu að um æxli var að ræða, þannig að þegar greiningin kom var ég ekkert sérstaklega hissa þar sem ég var orðin viss um að ég væri með krabbamein,�?? sagði Sigga Stína.
En við tók mikil reiði út í læknanna, �??ég var svo reið á þessum seinagangi og var töluverðan tíma að jafna mig á því. �?g áttaði mig svo einn daginn á að það var enginn reiður yfir þessu nema ég og reyndi þar með að hætta að eyða orku í það. En ég kom þessu frá mér eftir að ég var formaður Krabbavarna, ég var á ráðstefnu og sagði frá þessu, ef kona vill fara í krabbameinsskoðun á hún að komast í þá skoðun og þetta var tekið til greina.�??
Krabbameinið færði mér líka margt gott
Sigga Stína greindist með hraðvaxandi þríneikvætt illkynja brjóstakrabbamein. Við tók stór og mikil aðgerð á brjósti og lyfjameðferðir. Síðan þá hefur hún verið undir stöðugu eftirliti.
�??�?að fylgir því mikil sorg að greinast með krabbamein, ekki bara hjá sjúklingnum heldur öllum aðstandendum,�?? sagði Sigga Stína. �??�?g upplifði mig einhvern veginn aldrei veika, ég var við hliðina á sjálfri mér og var mikið í því að hugga aðra. Mér fannst allir aðrir þurfa á miklu meiri stuðningi heldur en ég og ég held að þetta sé mjög algengt.�??
Sigga Stína sagði þetta ár sem hún greindist hafi ekki allt verið alslæmt, �??�?að er aldrei gott að greinast með krabbamein en þetta færði mér margt sem ég hefði ekki annars fengið eða upplifað. �?etta þjappaði fjölskyldunni mjög mikið saman og áttum við frábærar stundir. Fólk hafði samband við mig sem annars hefði líklegast ekki gert það. �?etta gaf mér margt ánægjulegt þó þetta hafi líka verið virkilega erfitt.�??
Lætur ekkert stoppa sig í dag
Eftir baráttuna við krabbameinið ákvað Sigga Stína að láta ekkert stoppa sig og gera það sem hún vildi gera. �??�?g er að lifa frekar hratt, en það er allt af ásettu ráði gert. �?g er með �??to-do�?? lista sem ég er á fullu að sinna og hef alveg fulla heimild frá maka til að gera allt sem mig langar til, nema mála efri hæðina,�?? sagði Sigga Stína hlæjandi.
�??�?g er líka að elska þetta daglega amstur sem lífið er og reyni að njóta þess á hverjum degi. �?g er búin að móta mér þetta líf, ég valdi það, þess vegna ætla ég að njóta þess sem ég hef búið mér til og það er það sem ég er að gera á hverjum degi. �?að er ekki tóm hamingja, en ég reyni,�?? sagði Sigga Stína
Á ekki að þurfa fá krabbamein til þess að fylgja draumum sínum eftir
Sigga Stína er með mörg járn í eldinum og er að gera allt sem henni hefur alltaf langað til þess að gera, stundar fjarnám í innanhúshönnun, kennir leikfimi og svo annað verkefni sem er leyndarmál fram að áramótum. �??Núna er ég að nýta tímann til fulls, gera sem mest á sem stystum tíma, en það á ekki að þurfa krabbamein til þess, það ættu auðvitað allir að vera að gera það sem þeir vilja og fylgja draumum sínum,�?? sagði Sigga Stína að endingu.