Einangrun hentar engum á 21. öld. Við lifum og hrærumst í stöðugum samskipum og samneyti við umheiminn. Annað er ekki hægt. Vestmannaeyjar, sem hafa lengi verið ein mikilvægasta verstöð landsins og skila þjóðartekjum margfalt á við mannfjölda, hafa þó einangrast meira á undanförnum árum. Samgöngur eru óáreiðanlegar og ófyrirsjáanlegar, og engin lausn er í augsýn. �?etta bitnar á fólki og fyrirtækjum, dregur úr atvinnutækifærum, og stofnar öryggi Eyjamanna í hættu.
Lausnirnar eru ekki augljósar, og það eru ekki allir sammála um hverjar þær eru. �?ó er alveg víst að það dugar ekki að halda áfram að gera það sem við höfum gert hingað til. Staðan er sú að fyrirtæki í Reykjavík ræður því hvort og hvernig ferjusiglingar verða á hverjum degi, og fyrirtæki á Akureyri ræður því hvort og hvernig sjúkraflug verður í boði. Búið er að hafa sjálfsákvörðunarréttinn af Vestmannaeyingum í svokölluðu sparnaðarskyni.
Áætlun um framtíð Herjólfs
Augljós byrjun er að láta rekstur Herjólfs vera í höndum Eyjamanna sjálfra. �?að leysir ekki allan vanda, en það tryggir í það minnsta að fólkið sem hefur hagsmuni af tryggum ferjusiglingum hafi jafnframt vald til að stýra þeim.
Næsta skrefið er að búa til áætlun, í samvinnu við Eyjamenn, um framtíð Herjólfs. Nýja skipið sem verið er að byggja er smærra og hæggengara en núverandi skip, og erfitt að trúa því að í því felist raunveruleg lausn til framtíðar. �?að er fráleitt að hugmyndir heimamanna hafa verið að mestu hundsaðar af yfirvöldum. En nýja skipið er þó í byggingu hjá Crist S.A. og verður erfitt að bakka með það núna. �?ví er eina lausnin í bili að viðhalda báðum skipunum á sitthvorri leiðinni, þótt það verði kannski lægri tíðni til �?orlákshafnar, og svo stefna að því að fá raunhæfa langtímalausn sem fyrst.
Raunhæfar leiðir í sjúkraflugi
En svo er það sjúkraflugið. Sérfræðingarnir segja mér að tvær raunhæfar leiðir séu í boði. Annars vegar flugvél með aðsetur í Eyjum, ásamt stórbættri þjónustu út um allt Suðurland, þar með talið fullbúin og fullmönnuð skurðstofa í Vestmannaeyjum. Heildarkostnaðurinn verður alveg gríðarlegur, þrátt fyrir að það sé ekki endilega næg eftirspurn til að réttlæta hann.
Hin leiðin sem er bæði ódýrari og skilvirkari er að fá þyrlu sem er minni og ódýrari í rekstri en þyrlur Landhelgisgæslunnar, og hentar betur til sjúkraflutninga. Sú þyrla væri með aðsetur í Vestmannaeyjum á veturna, en myndi gera út frá Flúðum á sumrin til að komast hraðar að jafnaði þangað sem hennar væri þörf. �?yrlan gæti komið með sérhæft heilbrigðisstarfsfólk þangað sem þörfin er hverju sinni, og mannað þannig skurðstofu í Eyjum eða annars staðar, en jafnframt sinnt sjúkraflugi eftir þörfum og komist hratt á slysstaði.
�?etta eru ekki mínar hugmyndir. �?g hef aðallega verið að hlusta eftir hugmyndum Eyjamanna og reyna að átta mig á möguleikunum. En eftir að hafa sannfærst um að þetta sé leiðin í bili þá vil ég vinna að þessu markmiði.
�?að er engin fullkomin lausn, en þessar hugmyndir myndu í það minnsta hefja nýjan kafla í samgöngumálum í Vestmannaeyjum. Vonandi yrði kaflinn stuttur, og annar betri kafli að honum loknum? Jafnvel kafli þar sem flotgöng milli lands og Eyja eru í kortunum. En þessi kafli ætti þó að geta verið góður og endað vel.