Ágætu Eyjamenn
Eins og ég hef sagt ykkur, hef ég ákveðið að gefa kost á mér í komandi alþingiskosningum
og skipa ég efsta sæti á lista Flokks fólksins í kjördæminu.
Eftir að ég ákvað að fara í framboð hef ég komið nokkrum sinnum til Eyja og hef áttað mig á því hversu marga vini ég á hérna, þrátt fyrir að ég hafi nú ekki beint starfað við vinsæl störf sem lögreglustjóri og sýslumaður. �?g leit alltaf á mín störf sem þjónustustörf, í þjónustu fyrir fólkið í Eyjum. Einnig tók ég mikinn þátt í ýmsum félagsstörfum, sérstaklega í Taflfélaginu, Stjörnufræðifélaginu og fleiri félögum og reyndi alltaf að leggja mitt af mörkum.
�?að er langt síðan ég gerðist mikill landsbyggðarmaður og þetta vita þeir sem mig þekkja.
�?g tel mig geta lagt þar til fjölmargt úr minni reynslu, en geri mér vel grein fyrir því að hlutum verður ekki breytt í einu vetfangi.
Sumir hlutir eru þó þannig að skjótra viðbragða er þörf og svo er um heilbrigðis- og samgöngumálin í Eyjum.
�?g sagði einhverstaðar að ég væri í atvinnuviðtali við þjóðina og auðvitað erum við það, frambjóðendur flokkanna, enginn á sér víst þingsæti, hann verður að leita til kjósenda sinna og bjóða fram vinnu sína og það sem kjósendur hafa helst til viðmiðunar eru fyrri störf viðkomandi og trúverðugleiki.
Einhver spurði mig hvort ég yrði kjördæmapotari, yrði ég þingmaður. �?g tel þingmenn skylduga til
að hlusta á kjósendur sína, líka eftir að þeir ná kjöri. �?að er ekkert óeðlilegt við það þó þeir reyni að
færa mál til betri vegar í sínu kjördæmi, annað væri það nú.
Í annan stað vinna þingmenn að lagasetningu, sem gildir auðvitað í öllu landinu. �?ar vil ég hafa víðsýni að leiðarljósi og að við sem þjóð getum öll lifað í sem réttlátustu samfélagi.
�?g tel t.d. að það sé ótækt að sum börn meðal okkar lifi við fátækt á meðan aðrir hafi fleiri milljónir í laun.
Og ég tel ólíðandi að sumir aldraðir eigi varla fyrir jólagjöfum fyrir barnabörn sín á meðan við vitum að nægur auður er til í landinu.
Eitt af því sem getur fært þetta til betri vegar er að hækka skattleysismörk, sem hafa alls ekki fylgt
þróun verðlags. Lækkun skatta á lægstu tekjuhópana, öryrkja og aldraða er þeim mikil kjarabót og í raun á ekki að skattleggja þá sem hafa undir 300 þús. kr. í mánaðarlaun.
Hækkum skattleysismörkin !
Bestu kveðjur.
X �?? F