Arnar Ingi Ingimarsson, varaformaður Björgunarfélags Vestmannaeyja, stóð í ströngu um helgina þegar viðamikil björgunaræfing fór fram í Eyjum. �?fingin tókst vel en allt í allt tóku tæplega 200 manns þátt í æfingunni frá 24 sveitum. Arnar Ingi er Eyjamaður vikunnar.
Nafn: Arnar Ingi Ingimarsson.
Fæðingardagur: 15. mars 1982.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Kvæntur Elínu �?óru �?lafsdóttur og við eigum þrjá syni Ingimar �?la, Ragnar Inga og Sigurð �?ór.
Uppáhalds vefsíða: www.1918.is.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Sálin og Coldplay eru í uppáhaldi.
Aðaláhugamál: Björgunarmál og farartæki af ýmsum toga.
Uppáhalds app: Snapchat.
Hvað óttastu: Alheimstríð.
Mottó í lífinu: Að hafa gaman að lífinu.
Apple eða Android: Android.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Stofnendur Björgunarfélagsins árið 1918.
Hvaða bók lastu síðast: �?tkallsbókina Kraftaverk undir jökli.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Strákarnir mínir og ÍBV.
Ertu hjátrúarfull/ur: Já, ég myndi segja það.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Bara göngur með hundinn.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Sakamálaseríur eru í uppáhaldi.
Hversu umfangsmikil var þessi æfing fyrir þá sem ekki þekkja: Hún var mjög umfangsmikil, um 60 verkefni voru leyst bæði á sjó og landi. Allt frá stuttum leitarverkefnum yfir í flókin fjallabjörgunarverkefni. Alls voru um 120 björgunarmenn sem tóku þátt í æfingunni frá 23 björgunarsveitum víðsvegar af landinu, ásamt fimm manns sem voru frá færeysku björgunarsamtökunum, einn frá Hollandi og einn frá Noregi. Alls voru þáttakendur um 200 manns.
Hvernig gekk æfingin fyrir sig: Hún gekk vel fyrir sig, hófst um kl 09:00 og var búin um kl. 16:30 og voru flestir mjög ánægðir í lok dags. Vil ég þakka þátttakendum og skipuleggjendum kærlega fyrir samstarfið.
Hversu mikilvægar eru svona æfingar fyrir björgunarsveitafólk: Svona æfingar eru björgunarmönnum mjög mikilvægar. Til dæmis sjá björgunarmenn nýjar aðferðir við úrlausn verkefna og til að mynda var hluti verkefna í þessari æfingu raunveruleg verkefni sem Björgunarfélagið hefur leyst í gegnum tíðina.