Herjólfur fer ekki í viðgerð fyrr en eftir áramót, tveimur mánuðum seinna en til stóð. Ástæðan er seinagangur við smíði varahluta í skipið. Aðspurður segir Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs, að enginn hefði getað séð fyrir þessa atburðarás. Enginn sé þó hæfari til að reka Herjólf en Eimskip.
�??Um er að ræða tjón eða galla í gírverki skipsins sem við auðvitað höfum engan séns á að eiga við. Við köllum til færustu sérfræðinga sem er Man verksmiðjurnar í �?ýskalandi og þeirra útibú í Danmörku sem eru þeir sem þekkja þetta best, þeir fara í að smíða þennan varahlut. �?etta eru gríðarlega stór stykki eins og hálfs tonna þung stykki, þessi gírhjól. �?eir fara í það að smíða þetta og því miður þegar á reynir þá reynist sú smíði ekki standast kröfur flokkunarfélagsins. �?etta kom okkur gríðarlega á óvart og við erum raun og veru jafn mikil fórnarlömb í þessu og vegagerðin að sjálfsögðu og fyrst og fremst auðvitað íbúarnir í Vestmannaeyjum sem lenda verst í þessu.�?? segir Gunnlaugur.
Aðspurður segir hann engu máli skipta hver reki Herjólf, ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir þessa stöðu. �??Staðan væri ekki öðruvísi ef Vestmanneyingar sæju um rekstur Herjólfs. �?arna er bara verið að tala um tjón eða galla í gírverki sem að enginn möguleiki er á að koma í veg fyrir og kemur í ljós þegar þetta er allt saman opnað í maí mánuði og hefur tekið mjög langan tíma. Fyrstu fréttir voru að skipið yrði stopp í 6 mánuði, blessunarlega gerðist það ekki, við fengum að sigla á skerptu afli en fullu öryggi að sjálfsögðu. En það er alveg sama hver hefði verið að reka þetta og að sjálfsögðu er enginn hæfur til að reka skipið heldur en Eimskip, það er nú bara þannig.
Ábyrgðin á viðgerð skipsins liggi hjá Eimskip
Á vef Vegagerðarinnar segir að eftir að samningur um leigu á norsku ferjunni Bodö var undirritaður, hafi komið í ljós að undirverktaki Eimskips geti ekki staðið við afhendingu varahluta. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir ábyrgðina liggja hjá Eimskip.
�??Að þessu leyti liggur ábyrgðin hjá Eimskip já, og við vorum svo sem ekki með neinar ásakanir í garð Eimskip og höfum unnið vel með þeim í áratugi. Við vorum að benda á að það er á þeirra ábyrgð, viðgerð skipsins. Við berum ábyrgð á því að finna afleysingaskip og það er svolítið erfitt þegar við leggjum mikið á okkur að fá skip, eins og í þessu tilviki sem við áttum að fara að skrifa undir eftir nokkra daga sem afleysingaskip sem getur siglt þessa erfiðu siglingaleið, og þá kemur þetta svona aftur í fangið okkar.�??
Hvað framhaldið varði þá þurfi að endurskoða stöðuna þegar að því kemur og finna afleysingaferju eftir áramót. �??�?að á allt eftir að koma í ljós, það er ekkert mikið af ferjum sem liggja á lausu það er ekki þannig að útlendingar séu með fullt af ferjum við bryggju sem bíða efitr því að íslendingar þurfi á bryggju á halda í hálfan mánuð þannig við verðum bara að skoða hvernig staðan verður þá og skoða þetta allt saman upp á nýtt.�??
www.ruv.is greindi frá.