Í kvöld taka Eyjastúlkur á móti Störnunni í Olís-deild kvenna. ÍBV er í þriðja sæti deildarinnar með 7 stig eftir fimm leiki á meðan Stjarnan er í því fimmta með 5 stig eftir jafn marga leiki. Leikurinn hefst klukkan 18.30 í kvöld og má áætla að nýja parketið verði prófað fyrir alvöru.