Vestmannaeyjabær tekur við rekstri á ferjusiglingum milli lands og Eyja þegar nýtt skip verður tekið í notkun næsta sumar. �?etta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö á mánudagskvöld. Samgönguráðherra gerir ráð fyrir að gengið verði frá samkomulagi þess efnis á næstu dögum. Til stendur að taka nýtt skip í gagnið í júní á næsta ári.
Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði í fréttinni að búið væri að vinna að því undanfarnar vikur að Vestmannaeyjabær tæki við rekstrinum. �?að sé nú í lokavinnslu. Gert sé ráð fyrir að reksturinn verði á ábyrgð Vestmannaeyjabæjar og bærinn fái þá fjármuni sem hafi fylgt þessu frá ríkissjóði í gegnum Vegagerðina.
Elliði sagði í samtali við Eyjafréttir að þessa dagana stæðu þau í storminum miðjum �??og enn getur brugðið til beggja átta,�?? sagði Elliði.
�??Við hjá Vestmannaeyjabæ höfum unnið af einurð að því að tryggja að Herjófur verði rekinn sem hluti af hinu almenna þjóðvegakerfi og þjónustu hagað í samræmi við það. Verði því markmiði helst náð með því að Vestmannaeyjabær taki þennan rekstur að sér þá munum við ekki skorast undan þeirri ábyrgð. Vestmannaeyjabær og samgönguyfirvöld funduðu í gær og reiknaði Elliði með að staðan yrði ljósari eftir þann fund.