Við viljum tryggja öruggar samgöngur fyrir alla. Með uppbyggingu samgangna viljum við tryggja öryggi íbúa landsins, mörg sveitarfélög búa við óásættanlegar samgöngur þar sem ófært er löngum stundum. Við viljum bæta vegi og göng þar sem því er ábótavant til að tryggja samgönguflæði allan ársins hring. Mikilvægt er að styðja við samgöngur á vegum, sjó og með flugi fyrir íbúa á landsbyggðinni þegar þeir þurfa að sækja þjónustu langt út fyrir heimabyggð sína.
Dögun vill að endurnýjun og viðhald vegakerfisins byggist á heildrænu landsskipulagi sem miði annars vegar að því að landið haldist áfram í byggð og hins vegar að því að hámarka umferðaröryggi samkvæmt svo kallaðri �??núllsýn�?? sem snýst um að fækka dauðaslysum í umferðinni niður í ekkert.
Að aka um Vestfirðina er ótrúlega fallegt en ég finn til með bílum þar sem vegirnir eru handónýtir, hola við holu. �?ar er samt hægt að aka leiðar sinnar eða taka ferjuna Baldur yfir Breiðafjörðinn. Íbúar í Vestmannaeyjum eiga ekki kost á því að aka í land og er mér stórlega til efs að það muni hægt í nánustu framtíð. Ferjusiglingar og flug eru því þeirra þjóðvegur númer 1 og því eðlilegt að það sé til staðar fyrir íbúana í gegnum samgöngustofu. Ferjusiglingar á milli lands og Eyja þurfa að taka mið af aðstæðum, ég velti fyrir mér hvort �??flugbátar�?? loftpúðaskip gætu nýtst betur þarna á milli en slík skip voru notuð á milli Danmerkur og Svíþjóðar.
Við þurfum einnig að draga úr þungaflutningum á þjóðvegum enda þjóðhagslega hagkvæmt að taka upp strandsiglingar að nýju. Vegaframkvæmdir verði ætíð metnar með tilliti til öryggis- og umhverfissjónarmiða sem og styttingar akstursleiða.
Góðar samgöngur og gott aðgengi að heilbrigðiskerfi helst í hendur. Dögun telur það forgangsmál að snúa við niðurskurði í heilbrigðisþjónustu. Niðurskurðurinn hefur stórskaðað heilbrigðiskerfið og víðast hvar er þjónustan verulega skert. �?á er sjúkrahúsþjónusta orðin að mestu einangruð við LSH og FSA. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu er í kreppu og víða úti um land gengur illa að reka og manna þjónustuna. Skortur er á heimaþjónustu og stuðningi við aldraða og sjúka.
Dögun vill að heilbrigðisþjónustan verði endurskipulögð og snúið frá allsherjar miðstýringu ráðuneytisins og forstjóraveldi á spítölum. Dögun leggur áherslu á að stjórnvöld skilgreini grunnþjónustu í heilbrigðiskerfinu og íbúar eiga ekki að þurfa að aka um langan veg til að fá góða heilbrigðisþjónustu. Dögun vill að sjúkrahúsþjónusta og aðgengi að sérhæfðu heilbrigðisstarfsfólki verði efld í öllum landshlutum. Dögun leggur áherslu á samstarf heilsugæslunnar og félags- og sálfræðiþjónustu.
�?að er mikilvægt að kjör heilbrigðis- og umönnunarstétta verði bætt til að stöðva spekilekann og tryggja að sú fjárfesting sem lögð hefur verið í með menntun þessara stétta nýtist innanlands. Dögun vill að lýðheilsa og forvarnir verði sett í forgang í samfélaginu, vitund fólks um ábyrgð þess á eigin heilsu elfd og telur það vera ódýrara að halda fólki heilbrigðu en lækna sjúka.
Ragnhildur L. Guðmundsdóttir
1. sæti í Suðurkjördæmi
Dögun, stjórnmálasamtök um
réttlæti, sanngirni og lýðræði.