Ísland er fámennt og dreifbýlt land og því er góð heilbrigðisþjónusta fyrir alla heilmikil áskorun. En markmiðið er að íbúar njóti jafnræðis.
Heilbrigðisáætlun
Við Framsóknarmenn gerðum heilbrigðisáætlun fyrir Ísland, að forgangsmáli okkar. Málið var samþykkt vorið 2017. Áætlunin felur í sér að fé verði úthlutað til stofnana með markvissum hætti og tekið tillit til íbúaþróunar, aldurssamsetningar íbúa, fjarlægða og umfangi ferðamannastaða, svo eitthvað sé nefnt.
Fæðingar fjarri heimabyggð
Brýnt er að komið sé til móts við fólk sem þarf að sækja fæðingarþjónustu um langan veg. Undirrituð hefur lagt fram frumvarp í tvígang um að lögum um fæðingarorlof verði breytt. Með frumvarpinu er lagt til að réttur foreldra til fæðingarorlofs eða -styrks framlengist sem nemur þeim tíma sem þeir þurfa að dveljast fjarri heimili til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp. Fólk á ekki að gjalda þess að búa fjarri fæðingarstöðum og fjarri heilbrigðisþjónustu almennt.
Fjármagnið er til staðar
Við getum fjármagnað þessi verkefni. Framsóknarflokkurinn vill fjárfesta 20 milljarða í heilbrigðis-, samgöngu- og menntakerfinu, þar af færu 10 milljarðar í heilbrigðiskerfið. Slík fjárfesting ógnar ekki stöðugleikanum. Tekjuafgangur ríkissjóðs er umtalsvert meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir.
�?að er kominn tími til að fjárfesta í heilbrigðiskerfinu okkar. Getum við ekki öll verið sammála um það?
Silja Dögg Gunnarsdóttir,
þingmaður Framsóknarflokksins