Okkur ber skylda til að fjárfesta í grundvallarstofnunum samfélagsins af skynsemi og til framtíðar. �?að er á hinn bóginn dýrt að taka velferðina að láni eins og vinstri lántökuflokkarnir boða. Að ráðast í hundruða milljarða króna útgjaldaaukningu í áhættustórsókn mun auk þess enda með stórtapi fyrir allan almenning í landinu. Allt mælir gegn því að eyða afganginum og taka lán fyrir restinni eins og sumir flokkar boða nú.
�?ruggar samgöngur, góð heilbrigðis- og velferðarþjónusta, gott menntastarf á öllum skólastigum, tryggt húsnæði og öflugt atvinnulíf um allt land, allt eru þetta velferðarmál sem eiga ekki bara að vera í lagi, heldur í hæsta gæðaflokki. En velferð til framtíðar kallar á ábyrgð og ítrustu útsjónarsemi af hálfu stjórnvalda. Almannafé verður að forgangsraða í verkefni sem munu nýtast landsmönnum sem best.
Að forgangsraða í uppbyggingu hjúkrunarheimila er skynsamleg nýting á almannafé enda stórbætir það bæði lífsgæði aldraðra að hafa aðgengi að viðeigandi þjónustu og dregur stórum úr kostnaði ríkisins af því að bjóða öldruðum upp á aðstæður sem hvorki þjóna þeim né sjúkrastofnunum landsins. �?annig bætum við líka þjónustu við aðra aldurshópa sem eru á biðlistum eftir þjónustu sjúkrahúsa.
Að forgangsraða í samgöngukerfið í sinni víðustu merkingu, lífæðar samfélagsins, þjónar öllum til framtíðar. �?ar ber að sjálfsögðu að forgangsraða á þau svæði þar sem álagið og óöryggið er hvað mest, þ.e. á suður- og suðvesturhorn landsins. Viðreisn vill að flugvélaeldsneyti kosti það sama um allt land þannig að flugfélög geti flogið beint á flugvelli á landsbyggðinni og við viljum að innanlandsflug verði skilgreint sem almenningssamgöngur líkt og strætó og ferjuflutningar.
Að draga úr kostnaði við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis með einföldun byggingareglugerðar tryggir lægra húsnæðisverð og þjónar þannig öllum þeim fjölda sem nú er að undirbúa sig við að stíga fyrstu skref inn á íbúðamarkað sem og þeim sem vilja minnka við sig.
Jafnréttismál eru velferðarmál. �?ess vegna viljum við ná fram, í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og stéttarfélaga, þjóðarsátt um leiðréttingu launa kvennastétta sem aftur væri stórt skref í átt að því að útrýma kynbundnum launamun. Við viljum brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, efla leikskólastigið og að réttur til dagvistunar sé tryggður frá 12 mánaða aldri. �?á þarf að ráðast í átak gegn kynbundnu ofbeldi, m.a. með nýju samþykkisfrumvarpi sem Viðreisn lagði fram til að stórbæta réttarstöðu þolenda kynferðisofbeldis.
Viðreisn sýndi á spilin um síðustu helgi, þ.e. hvernig við ætlum að fjármagna það sem við setjum fram í þessari kosningabaráttu. Upplýsingar um það má finna á heimasíðu flokksins.
�?á eiga stjórnmálamenn að nýta öll möguleg tækifæri til að bæta lífskjör í landinu og þar er stærsta sóknarfærið að festa krónuna við öflugan gjaldmiðil til að ná niður vaxtastiginu og skapa íslenskum fyrirtækjum stöðugt og gott rekstrarumhverfi til framtíðar. Að festa gengið gæti helmingað vaxtakostnað heimila, fyrirtækja og ríkisins sem aftur skapar stóraukið svigrúm fyrir alla til varanlegrar velferðar. Almenningur á ekki að þurfa að vinna kauplaust í sex vikur á ári fyrir fljótandi íslenska krónu!
Kjósum varanlega velferð, lægri vexti og stöðugleika. Kjósum Viðreisn!