�?að eru kosningar á laugardaginn og það eru margir flokkar í boði. Við sem skrifum þessa grein mælum með því að þú kæri lesandi kjósir Samfylkinguna. �?að eru margar ástæður fyrir því. Fyrst og fremst er ástæðan sú að Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur Íslands og berst fyrir jafnaðarstefnunni alla daga allan ársins hring. Við erum ekki jafnaðarmenn eingöngu dagana fyrir kosningar eins og nýju flokkarnir sem fengu brautargengi í síðustu kosningum en felldu grímuna rækilega með fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2018. Við viljum endurreisa heilbrigðiskerfið og gera það með því að styrkja opinbera hluta þess, spítalana og heilbrigðisstofnanirnar um allt land. Sjúkraflutningar eru þar með taldir.
Heilbrigðismálin brenna á íbúum í Vestmannaeyjum og það gera samgöngumálin einnig, enda augljóst vegna landfræðilegra ástæðna að það þarf að gera miklu betur á þeim sviðum. Og þessi tvö stóru hagsmunamál eru samofin.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur átt við rekstrarvanda að stríða sem nauðsynlegt er að taka á af festu. Sjúkraflutninga verður að bæta og Samfylkingin vill að kaup eða leiga á þyrlum verði könnuð sérstaklega sem leið til að auka öryggi sjúklinga og tryggja að þeir komist undir læknishendur eins fljótt og mögulegt er. Nýta á í auknum mæli tækni og nýjustu tæki til að bæta heilbrigðisþjónustuna. Samfylkingin leggur áherslu á að fjarlækningar verði aðgengilegar þannig að landsbyggðin njóti greiningar færustu sérfræðinga án þess að þurfa að ferðast um langan veg.
Hagsmunir í húfi
Nýr Herjólfur og betri Landeyjahöfn er ekki bara nauðsynleg samgöngubót fyrir íbúa heldur er samgöngubótin nauðsynleg fyrir atvinnurekstur og ekki síst ferðaþjónustuna. Hver dagur sem ekki er mögulegt að sigla frá Landeyjahöfn bitnar á möguleikum Vestmannaeyinga til að selja þjónustu sína og skapa samfélaginu verðmæti. Svo ekki sé talað um mikilvægi þess að Vestmannaeyingar geti sótt þjónustu og heimsótt ættingja sína í landi. Samfylkingin telur að það þjóni best hagsmunum íbúa Vestmannaeyja að bærinn sjái um reksturinn á nýju ferjunni.
Skólastarf sem mætir þörfum íbúa er einn af hornsteinum búsetuskilyrða í Vestmannaeyjum. �?ar er Framhaldsskólinn í lykilhlutverki og háskólastarfsemin drifkraftur nýsköpunar. Nýsköpun í sjávarútvegi er frjó og spennandi þessi misserin þar sem leitað er leiða til að hámarka virði hvers fisks sem dregin er að landi. Verðmætar afurðir úr fiskroði eru nýjungar sem hafa gengið vel. Rannsóknir á enn fleiri möguleikum eru hafnar og ríkið á að ýta undir frekara starf á þessu sviði.
Látum hjartað ráða för
Samfylkingin jafnaðarmannaflokkur Íslands hefur ekki skipt um stefnu frá kosningum fyrir ári síðan. Stefnan er innblásin af hugsjónum jafnaðarmanna. Við hverjum þig lesandi góður til að skoða stefnuna okkar á heimsíðu Samfylkingarinnar www.xs.is og hugsa til okkar í kjörklefanum á laugardaginn.
Látum hjartað ráða för.
Kjósum Samfylkinguna.