�?að er fagnaðarefni að í nýrri viljayfirlýsingu samgönguráðherra og bæjarstjóra Vestmannaeyja skuli vera tekið á þremur atriðum sem Eyjamönnum hefur lengi þótt augljós úrbótaefni: daglegum ferðum fjölgað í 8 á reglulegri áætlun; sama gjaldskrá gildi í Landaeyjahöfn og �?orlákshöfn – og gert ráð fyrir að gamli Herjólfur verði áfram til reiðu sem varaskip eftir að nýja ferjan kemur.
Allt horfir þetta til mikilla bóta – samhliða því grundvallaratriði að forræðið yfir þessum málum færist hingað til Eyja og viðurkennt er að um sé að ræða almannaþjónustu en ekki hagnaðardrifinn rekstur. �?annig er gert ráð fyrir að rekstrarlegur ávinningur af nýju ferjunni samanborið við gamla Herjólf verði notaður til að bæta þjónustuna.
�?g hef orðið var við ótta sumra um að Vestmannaeyjabær sé með þessu að endurvekja einhverskonar �??�??bæjarútgerð�??�?? og takast á hendur rekstur sem hann hefur ekki vit á. �?essar áhyggjur tel ég óþarfar. Eftir sem áður er hægt að fara með reksturinn sjálfan í útboð eða semja um hann við þriðja aðila �?? eftir því sem metið er hagkvæmast hverju sinni.
Nú þarf að tryggja tvennt til viðbótar: Rannsaka og reyna til þrautar að finna leiðir til að gera Landeyjahöfn að raunverulegri heilsárshöfn; og skoða með hvaða hætti flug milli lands og Eyja �?? bæði til Reykjavíkur og á Bakka �?? geti orðið raunverulegur viðbótarvalkostur fyrir venjulegt fólk.
�?að hjálpar okkur Eyjamönnum ekkert að harma stöðugt það sem við teljum hafa verið mistök í samgöngumálum okkar á síðustu árum. Við verðum alltaf að miða við raunverulega stöðu eins og hún er á hverjum tíma og taka síðan skrefin fram á við út frá henni. �?að erum við að gera núna.
Páll Magnússon