Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjórðung atkvæða í Suðurkjördæmi og þrjá þingmenn og var stærstur flokka þar. Með Pál Magnússon í farabroddi.
Talningu atkvæða í kjördæminu lauk um sexleytið. Framsóknarflokkurinn fékk tvo þingmenn og fimm flokkar fengu einn þingmann hver. �?að eru Miðflokkurinn, Vinstri-græn, Samfylkingin, Flokkur fólksins með Karl Gauta og Píratar með Smára MacCharty.
Sjálfstæðisflokkurinn fór úr rúmlega 30 prósenta fylgi í Suðurkjördæmi í fyrra í 25,2 prósent núna. �?að varð til þess að flokkurinn missti Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, af þingi.
Miðflokkurinn bæti við sig mestu fylgi í Suðurkjördæmi, fær 14,3 prósent og einn þingmann en var ekki í framboði síðast. Flokkur fólksins rúmlega tvöfaldar fylgi sitt frá síðustu kosningum og kemur að manni, fyrrverandi sýslumanninum Karli Gauta Hjaltasyni. �?etta eru einu flokkarnir sem auka þingstyrk sinn í kjördæminu.
Björt framtíð missti nær allt fylgi sitt í Suðurkjördæmi og Viðreisn missti þingmann sinn, Jónu Sólveigu Elínardóttur. Píratar misstu hátt í helming fylgis síns í kjördæminu en þegar enn átti eftir að birta lokatölur úr þremur kjördæmum hélt þingmaður þeirra í kjördæminu sæti sínu sem jöfnunarþingmaður. Slíkt getur þó auðveldlega breyst þegar nýjar tölur birtast.
Niðurstaðan er sem hér segir að því er R�?V greinir frá:
Sjálfstæðisflokkurinn fær 25,21%, missir 3,79% og fer úr 21 þingmanni í 16.
Vinstri grænir fær 16,80%, bæta við sig 0,89% og fara úr 10 í 11 þingmenn
Samfylkingin fær 12,32%, bæta við sig 6,57, og fara úr 3 í 8 þingmenn
Framsóknarflokkurinn fær 10,92%, minnkar um 0,59% en heldur sínum 8 þingmönnum
Miðflokkurinn fær 10,90%, og fær 7 nýja þingmenn kjörna
Píratar fá 8,94%, missa 5,53% og fara úr 10 í 5 þingmenn
Viðreisn fær 6,57%, missa 3,91% og fara úr 7 niður í 4 þingmenn
Flokkur fólksins fær 7,25%, bæta við sig 3,71% og fær fjóra þingmenn kjörna
Björt framtíð hlaut 1,13%, tapa 6,03% og missa sína fjóra þingmenn
www.ruv.is greindi frá / Mynd: www.ruv.is