�??Tónleikarnir í Eldheimum nk. laugardag eru tileinkaðir Peter Paul og Mary og eru þeir fyrstu sem við Arnór stöndum fyrir þar sem bara við tvö erum flytjendur. �?g hef alltaf verið mikill aðdáandi Peter Paul og Mary frá því ég var í skátunum, gleymi aldrei þeirri kvöldstund við varðeldinn í gamla skátastykkinu þegar ég heyrði í fyrsta sinn lagið �??Whera have all the flowers gone�?? þarna voru þau Halldór Ingi, Einar Hallgríms, Edda �?lafs, Mari, �?li Lár, Emma Vídó, Vigga, Rósanna og fleiri,�?? segir Helga Jónsdóttir um tónleikana sem hún og maður hennar, Arnór Hermannsson, halda í Eldheimum á laugardagskvöldið.
�??Í þessu dásamlega umhverfi umvafinn rómantíkinni sem fylgir syngjandi skátum urðu þáttaskil í mínu lífi, tónlistinn vitjaði mín með alvöru og dásemd hennar mér opinberuð. Í gegnum skátastarfið næstu ár kynntis ég fleiri lögum sem tríóið hafði gert fræg, eins og Blowing in the wind, Five hundred miles, svo eitthvað sé nefnt. Í gegnum árin bættust fleiri lög á uppáhalds listann og varð það svo fyrir 2 árum að við fengum þá hugmynd að halda tónleika tríóinu til heiðurs.
�?g ræddi þessa hugmynd við Einar Gylfa bróðir, þá kemur í ljós að hann var einlægur aðdáandi þeirra líka og gott betur því hann var hafsjór af fróðleik um lög þeirra, líf og lífsskoðun og deildum við þeirr skoðun með bróður mínum að Peter Paul og Mary væru besta þjóðlagatríó allra tíma, útsetningar þeirra og lagaval var einstakt en það sem gerði þau svo sérstök var að þau voru fyrst og frems miklir mannvinir, stóðu gegn hverskonar mismunun og kynþáttahatri og komu fram á mótmælafundum um víða veröld af því tilefni.
Á tónleikunum verða flutt alls 15 lög og þar sem við Arnór erum dúó að flytja lög snillinganna þriggja þá þurfti ég að útsetja aðrar raddsetningar með brot af því besta frá þeim öllum. Við munum a.m.k. hafa tvö fjöldasöngslög vonandi fjölmenna skátarnir frá varðeldinum forðum og taka lagið með okkur þegar þar að kemur. Einar Gylfi sögumaður mun án efa glæða kvöldstundina í Eldheimum sömu töfrum og skátarnir forðum við varðeldinn því þar voru oft sagðar sögur og þar sem bróðir er einnig gamall skátir þá kann hann alveg að gefa frásögninni líf og gefa okkur hlutdeild í lífi og tónlist Peter Paul og Mary.